Það er stíf dagskrá framundan í desembermánuði og eru leikir í miðri viku í stærstu keppnum Evrópu.
Í dag eru bikarleikir á dagskrá í spænska, ítalska og þýska boltanum þar sem nokkrir spennandi slagir fara fram.
Á Ítalíu mæta Albert Guðmundsson og félagar í Genoa til leiks á erfiðum útivelli í Róm. Þar heimsækja þeir Maurizio Sarri og lærisveina hans í Lazio, en starf Sarri við stjórnvölinn er talið vera í bráðri hættu eftir slakt gengi á fyrri hluta tímabils.
Liðin eigast við í 16-liða úrslitum og mun sigurliðið spila við sigurvegarann úr viðureign AS Roma gegn Cremonese.
Á Spáni mæta efstudeildarliðin Getafe og Valencia til leiks ásamt Espanyol og Real Valladolid sem eru í toppbaráttu næstefstu deildar, á meðan við fáum einn gífurlega spennandi leik í þýska bikarnum.
Þar á Borussia Mönchengladbach heimaleik við Wolfsburg, en fyrr um kvöldið mæta Ísak Bergmann Jóhannesson og félagar í Fortuna Düsseldorf til leiks á útivelli gegn Magdeburg.
Ítalski bikarinn:
20:00 Lazio - Genoa
Spænski bikarinn:
18:00 Atzeneta - Getafe
20:00 Arosa - Valencia
20:00 Castellon - Real Oviedo
20:00 Espanyol - Real Valladolid
Þýski bikarinn:
17:00 Kaiserslautern - Nurnberg
17:00 Magdeburg - Dusseldorf
19:45 M'Gladbach - Wolfsburg
19:45 Homburg - St. Pauli
Athugasemdir