mán 06. febrúar 2023 16:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Carlos Queiroz tekur við landsliði Katar (Staðfest)
Carlos Queiroz.
Carlos Queiroz.
Mynd: Getty Images
Portúgalinn Carlos Queiroz hefur verið ráðinn nýr landsliðsþjálfari Katar. Hann tekur við starfinu af Spánverjanum Felix Sanchez Baz.

Katar var á heimavelli á síðasta heimsmeistaramóti en liðið spilaði skelfilega á mótinu og tapaði öllum leikjum sínum.

Fótboltasambandið þar í landi ákvað að framlengja ekki við Sanchez að mótinu loknu og hafa nokkrir aðilar verið orðaðir við starfið síðan það losnaði.

Fernando Santos, fyrrum landsliðsþjálfari Portúgal, var sterklega orðaður við starfið en landi hans - Queiroz - hefur núna verið ráðinn.

Queiroz hefur mikla reynslu af þjálfun landsliða en síðustu ár hefur hann stýrt Íran, Egyptalandi og Kólumbíu. Hann var þá aðstoðarstjóri Sir Alex Ferguson hjá Manchester United í dágóðan tíma.
Athugasemdir
banner
banner
banner