Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fim 06. maí 2021 20:55
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Evrópudeildin: Arsenal úr leik - Þrjú mörk ekki nóg fyrir Roma
Mikel Arteta, stjóri Arsenal
Mikel Arteta, stjóri Arsenal
Mynd: EPA
David de Gea
David de Gea
Mynd: EPA
Seinni undanúrslitaleikirnir í Evrópudeildinni fóru fram í kvöld. Arsenal þurfti að vinna Villarreal á heimavelli og Roma þurfti að vinna fjögurra mark sigur gegn Man Utd til að fara áfram.

Granit Xhaka átti að byrja í liði Arsenal en meiddist í upphitun og inn í liðið kom Kieran Tierney.

Það var Villarreal sem var líklegra liðið til að skora, liðið átti sjö skot á mark heimamanna gegn einungis einu skoti á mark frá Arsenal. Ekkert mark var skorað og Villarreal fer áfram eftir að hafa unnið 2-1 heimasigur í fyrri leiknum. Unai Emery slær því út liðið sem hann stýrði fyrir alls ekki svo löngu síðan.

Í Roma voru heimamenn heitir en ekki nægilega heitir. David de Gea átti frábæran leik og varði tíu skot í marki Manchester United. Þrátt fyrir það skoraði Roma þrjú mörk. Gestirnir skoruðu tvö mörk og hefði Roma því þurft sex til að fara í framleningu. Fyrri leikurinn endaði 6-2 í Manchester.

Edinson Cavani skoraði bæði mörk Man Utt en það voru þeir Edin Dzeko, Bryan Cistante og Nicola Zalewski sem skoruðu mörk heimamanna.

Villarreal og Man Utd leika því til úrslita í Evrópudeildinni.

Arsenal 0 - 0 Villarreal (1-2 samtals)

Roma 3 - 2 Manchester Utd (5-8 samtals)
0-1 Edinson Cavani ('39 )
1-1 Edin Dzeko ('57 )
2-1 Bryan Cristante ('60 )
2-2 Edinson Cavani ('68 )
3-2 Nicola Zalewski ('83 )

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner