De Bruyne og Grealish til Napoli? - Rodrygo og Frimpong til Liverpool - Al Hilal vill tvo frá Liverpool - Tveir orðaðir frá Newcastle
Bjarni Jó: Blessaður vertu ég er búinn að vera í þessu í tæp 40 ár
Pablo Aguilera: Vissulega kalt fyrir mig komandi frá Spáni
Jóhann Birnir: Mér fannst það vera rautt spjald
Liam Daði: Höfum alla burði og getu til þess að vinna þessi stærri lið
Haraldur Freyr: Eðlilega pirraður en hvað hann sagði veit ég ekki
Venni: Miðað við aðstæður var þetta ótrúlega fallegt mark
Hemmi Hreiðars: Við þurfum að ná 90 mínútum eins og við tókum seinni hálfleik
John Andrews: Þrjú skot á markið og skoruðu tvö crazy mörk
Óli Hrannar: Brugðumst ekki vel við aðstæðum
Óskar Smári: Eins mikið haglél og ég hef séð frá því í nóvember
Úlfa Dís: Ég var mjög hissa
Siggi Höskulds: Litast af glötuðu veðri
Aldís: Við erum bara með bestu vörnina, það er bara þannig.
Katie Cousins: Höfum það sem til þarf
Anna Rakel: United bara, tek því
„Hefði getað sent en mig langaði svo rosalega mikið að skora"
Berglindi skemmt þegar henni var bent á áhugaverða staðreynd
Jón Óli: Stórkostlegar aðstæður
„Æsifréttamennska að mínu mati“ - Leikið í Grindavík á laugardag
Júlíus Mar: Eitthvað sem mig hefur dreymt um frá því ég kom til liðsins
   fim 06. júní 2019 22:54
Stefán Marteinn Ólafsson
Rafn Markús: Þetta var stöngin út í dag
Rafn Markús Vilbergsson þjálfari Njarðvíkur
Rafn Markús Vilbergsson þjálfari Njarðvíkur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Njarðvíkingar fengu Framara í heimsókn suður með sjó nú kvöld þegar 6.Umferð Inkasso deildar karla hófst.
Njarðvíkingar eru einungis með eitt stig og án marka á heimavelli það sem af er sumri og átti það ekki eftir að breytast í þessum leik.

Lestu um leikinn: Njarðvík 0 -  1 Fram

„Einfaldega svekkjandi og líka að fá á sig svona skíta mark og tapa þessu þannig, við svo sem spiluðum varnarlega ágætlega og sóknarlega vorum við ekkert spes en fyrst og síðast svekkjandi að fá svona mark á sig sem var bara mjög dapurt hjá okkur." Sagði Rafn Markús Vilbergsson þjálfari Njarðvíkur eftir leikinn í kvöld.

„Við fengum alveg option til að skora, nokkra sénsa til að skora en mér fannst bara fyrst og ´siðast bara ekki nógu mikill kraftur í þessu hjá okkur í dag,vorum bara frekar flatir."

Njarðvíkingar fengu nokkur færi í leiknum og þar á meðal var skot sem hafnaði í stönginni.
„Það hefði verið flott að ná stiginu úr því sem komið var en þetta var stöngin út í dag og endaði þannig en því miður fannst mér við bara yfir höfuð ekki vera spila vel í dag."

heimavöllurinn hefur ekki verið það vígi sem Njarðvíkingar kannski þurfa en þeir hafa einungis fengið eitt stig og ekki skorað í þeim heimaleikjum sem liðið hefur spilað það sem af er sumri.
„Það hlítur þá að vera jákvætt að vera fara á Grenivík í næsta leik og verða taka þrjú stig þar. Það er auðvitað áhyggjuefni að vera ekki að taka stigin hérna, þetta á að vera okkar svæði til að taka sigra, vinna, fagna og annað en því miður hefur það ekki gengið nógu vel en við hljótum að þurfa breyta því eitthvað og laga það en til þess að gera það þá eru komnir núna tveir leikir í röð þar sem við fáum bara á okkur eitt mark en samt fá ekki stig út úr því en við þurfum að fara skora mörk og fá stig út úr fótboltaleikjum."

Njarðvíkingar hafa verið í stöngu prógrammi en ásamt því að vera spila leiki í deild hafa þeir komist í ágætt bikarævintýri en með þessu aukna leikjaálagi hafa Njarðvíkingar út nokkra lykilmenn en þeir fá nú kærkomið viku frí.
„Við nýtum okkur það og hvílum okkur, við þurfum að hvíla okkur líka en svo eigum við svo sem annað svona prógram framundan. Við hljótum að hafa gaman af því að spila fótbolta og spila sem mest og vilja gera það en þetta hefur svo sem áhrif líka á hópinn en við erum með nokkra meidda eftir törnina og það telur fyrir hópinn."

Nánar er rætt við Rafn Markús í myndskeiðinu hér fyrir ofan.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner