Arsenal og Man Utd vilja Adeyemi - Stórveldi á eftir miðjumanni AZ - PSG vill Vinícius á frjálsri sölu 2027 - Newcastle skoðar Trafford
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
   fim 06. júní 2019 22:54
Stefán Marteinn Ólafsson
Rafn Markús: Þetta var stöngin út í dag
Rafn Markús Vilbergsson þjálfari Njarðvíkur
Rafn Markús Vilbergsson þjálfari Njarðvíkur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Njarðvíkingar fengu Framara í heimsókn suður með sjó nú kvöld þegar 6.Umferð Inkasso deildar karla hófst.
Njarðvíkingar eru einungis með eitt stig og án marka á heimavelli það sem af er sumri og átti það ekki eftir að breytast í þessum leik.

Lestu um leikinn: Njarðvík 0 -  1 Fram

„Einfaldega svekkjandi og líka að fá á sig svona skíta mark og tapa þessu þannig, við svo sem spiluðum varnarlega ágætlega og sóknarlega vorum við ekkert spes en fyrst og síðast svekkjandi að fá svona mark á sig sem var bara mjög dapurt hjá okkur." Sagði Rafn Markús Vilbergsson þjálfari Njarðvíkur eftir leikinn í kvöld.

„Við fengum alveg option til að skora, nokkra sénsa til að skora en mér fannst bara fyrst og ´siðast bara ekki nógu mikill kraftur í þessu hjá okkur í dag,vorum bara frekar flatir."

Njarðvíkingar fengu nokkur færi í leiknum og þar á meðal var skot sem hafnaði í stönginni.
„Það hefði verið flott að ná stiginu úr því sem komið var en þetta var stöngin út í dag og endaði þannig en því miður fannst mér við bara yfir höfuð ekki vera spila vel í dag."

heimavöllurinn hefur ekki verið það vígi sem Njarðvíkingar kannski þurfa en þeir hafa einungis fengið eitt stig og ekki skorað í þeim heimaleikjum sem liðið hefur spilað það sem af er sumri.
„Það hlítur þá að vera jákvætt að vera fara á Grenivík í næsta leik og verða taka þrjú stig þar. Það er auðvitað áhyggjuefni að vera ekki að taka stigin hérna, þetta á að vera okkar svæði til að taka sigra, vinna, fagna og annað en því miður hefur það ekki gengið nógu vel en við hljótum að þurfa breyta því eitthvað og laga það en til þess að gera það þá eru komnir núna tveir leikir í röð þar sem við fáum bara á okkur eitt mark en samt fá ekki stig út úr því en við þurfum að fara skora mörk og fá stig út úr fótboltaleikjum."

Njarðvíkingar hafa verið í stöngu prógrammi en ásamt því að vera spila leiki í deild hafa þeir komist í ágætt bikarævintýri en með þessu aukna leikjaálagi hafa Njarðvíkingar út nokkra lykilmenn en þeir fá nú kærkomið viku frí.
„Við nýtum okkur það og hvílum okkur, við þurfum að hvíla okkur líka en svo eigum við svo sem annað svona prógram framundan. Við hljótum að hafa gaman af því að spila fótbolta og spila sem mest og vilja gera það en þetta hefur svo sem áhrif líka á hópinn en við erum með nokkra meidda eftir törnina og það telur fyrir hópinn."

Nánar er rætt við Rafn Markús í myndskeiðinu hér fyrir ofan.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner