Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mán 06. júlí 2020 14:29
Innkastið
„Bara spurning hvort það bætist við einn eða tveir leikir við bannið"
Sölvi Geir gengur af velli í Vesturbænum á laugardag.
Sölvi Geir gengur af velli í Vesturbænum á laugardag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er bara spurning hvort það bætist við einn eða tveir leikir við bannið," sagði Ingólfur SIgurðsson í Innkastinu um ummæli sem Sölvi Geir Ottesen, varnarmaður Víkings, lét falla við Einar Inga Jóhannsson fjórða dómara á leið sinni af velli eftir að hann fékk rauða spjaldið gegn KR um helgina. „Fokkaðu þér aumingi," sagði Sölvi pirraður.

Rautt spjald þýðir sjálfkrafa eins leiks bann en Sölvi gæti fengið auka leik í bann fyrir ummælin á leið sinni af vellinum.

„Þetta myndband kemst í loftið og þá er óumflýjanlegt að þyngja dóminn. Því miður," sagði Elvar Geir Magnússon í Innkastinu.

„Þetta er galið hjá svona reynslumiklum leikmanni. Maður skilur að mönnum sé heitt í hamsi en svona á ekki að sjást," sagði Gunnar Birgisson.

Helgi Mikael Jónasson rak Sölva Geir, Kára Árnason og Halldór Smára Sigurðarson alla af velli í 2-0 tapinu gegn KR á laugardaginn. Í Innkastinu voru öll rauðu spjöldin rædd ítarlega.

„Er þetta kjarkur eða er hann bara sjálfur orðinn það tjúnaður að hann vill senda menn í sturtu hægri, vinstri?" sagði Gunnar Birgisson um rauða spjaldið sem Halldór Smári Sigurðsson fékk eftir tæklingu á Kennie Chopart.

„Það er hægt að réttlæta rauðu spjöldin öll en það er líka auðvelt að segja að þau hafi öll verið bull. Eitt rautt hefði verið flott í leiknum," bætti Gunnar við.

Varnarmennirnir þrír verða allir í banni þegar Víkingur mætir Val á miðvikudaginn en í Innkastinu var einnig rætt um mögulega varnarlínu Víkings í þeim leik.

Sjá einnig:
Sölvi við fjórða dómarann: Fokka þú þér aumingi
Innkastið - Vanstilltir dómarar og völlur sem ræður úrslitum
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner