Man Utd ætlar að bjóða Calvert-Lewin samning - Al Nassr á eftir Rodrygo - Chelsea fylgist með stöðu Nwaneri
Ingibjörg meyr eftir að Ísland féll úr leik: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
Óskar Hrafn: Ekkert grín að vera með þrjá fullvaxta karlmenn sem fá að faðma þig
Á tvo fulltrúa í íslenska liðinu - „Átti alveg von á því að hún yrði í þessum sporum"
Þorgerður Katrín: Ég hef alveg upplifað það verra
Pabbi Karólínu: Hún hafði einhverja áru yfir sér
Goðsögnin Ásta B: Þetta eru bara heimsklassa leikmenn
Kærasti Glódísar: Eigum við ekki bara að segja að það komi í ljós?
„Erfiðara að horfa á börnin mín en þegar ég var sjálf að spila"
Hemmi Hreiðars: Rosalegur karakterssigur
Aðalsteinn Jóhann: Ég hef ekki hugmynd um það
Gylfi Þór: Vonandi verður þetta jákvætt í lok tímabilsins
Lárus Orri: Frekar fúllt að labba héðan í burtu með ekkert stig
Eyjamenn stöðvuðu blæðinguna - „Maður er búinn að bíða eftir því"
Sölvi Geir: Ætla að vona að þetta sé að einhverju leyti vellinum að kenna
Haraldur Einar: Vaknaði ferskur og írskir dagar
Davíð Smári ósáttur með stóra ákvörðun - „Ofboðslega sorglegt"
   mán 06. júlí 2020 22:54
Alexandra Bía Sumarliðadóttir
Sara Lissy: Komum með lið út í seinni hálfleik sem var allt annað en í fyrri hálfleik
Kvenaboltinn Lengjudeildin
Sara Lissy í leik með Aftureldingu
Sara Lissy í leik með Aftureldingu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Afturelding tapaði 2-1 gegn Haukum í Lengjudeild kvenna í kvöld. Sara Lissy leikmaður Aftureldingar var svekkt eftir leik.

"Við erum náttúrlega ekkert sáttar að hafa ekki náð 3 stigum út úr þessum leik. Við vorum að búast við aðeins betri niðurstöðu." sagði Sara

Afturelding var betra liðið í fyrri hálfleik en náðu ekki að fylgja eftir í síðari hálfleiknum og fékk á sig 2 mörk með stuttu millibilli. Sara átti fáar skýringar á því. "Ég bara veit það ekki alveg. Erfitt að segja. Ekki eitthvað sem manni langar að missa 1-0 forystu."

Lestu um leikinn: Afturelding 1 -  2 Haukar

En hvað klikkaði í seinni hálfleik?

"Við bara ákváðum að vera meiri í vörn en í sókn og svo kom Haukaliðið bara með allt annað lið út þannig séð og við komum sjálfar með lið út í seinnihálfleik sem var allt annað en í fyrrihálfleik." sagði Sara Lissy

Afturelding er með 4 stig eftir 4 leiki, eru þær sáttar með stigasöfnun í upphafi móts?

"Nei auðvitað ekki, það eru nóg af leikjum eftir þannig það getur allt gerst. Maður veit aldrei" 

Næsti leikur Aftureldingar er gegn Völsungi 17. júlí og það leggst bara vel í þær. "Við ætlum að reyna að ná allavega 3 stigum úr þeim leikjum sem eru eftir. Það er bara að hugsa um þessi þrjú stig og spila betur en við erum búnar að vera gera í seinni hálfleik í síðustu tveimur leikjum." sagði Sara að lokum

Athugasemdir
banner