Madueke og Gyökeres til Arsenal - Kudus til Tottenham - Chelsea þarf að selja
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
Svaf ekki mikið - „Þurfum að nota þetta sem spark í rassinn"
Sár, svekkt og leið - „Ég er ekki sú ferskasta núna"
„Þetta er ekki upplifun sem ég hef fengið áður"
Steini: Ég er með samning áfram
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
Óskar Hrafn: Ekkert grín að vera með þrjá fullvaxta karlmenn sem fá að faðma þig
   mán 06. júlí 2020 22:54
Alexandra Bía Sumarliðadóttir
Sara Lissy: Komum með lið út í seinni hálfleik sem var allt annað en í fyrri hálfleik
Kvenaboltinn Lengjudeildin
Sara Lissy í leik með Aftureldingu
Sara Lissy í leik með Aftureldingu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Afturelding tapaði 2-1 gegn Haukum í Lengjudeild kvenna í kvöld. Sara Lissy leikmaður Aftureldingar var svekkt eftir leik.

"Við erum náttúrlega ekkert sáttar að hafa ekki náð 3 stigum út úr þessum leik. Við vorum að búast við aðeins betri niðurstöðu." sagði Sara

Afturelding var betra liðið í fyrri hálfleik en náðu ekki að fylgja eftir í síðari hálfleiknum og fékk á sig 2 mörk með stuttu millibilli. Sara átti fáar skýringar á því. "Ég bara veit það ekki alveg. Erfitt að segja. Ekki eitthvað sem manni langar að missa 1-0 forystu."

Lestu um leikinn: Afturelding 1 -  2 Haukar

En hvað klikkaði í seinni hálfleik?

"Við bara ákváðum að vera meiri í vörn en í sókn og svo kom Haukaliðið bara með allt annað lið út þannig séð og við komum sjálfar með lið út í seinnihálfleik sem var allt annað en í fyrrihálfleik." sagði Sara Lissy

Afturelding er með 4 stig eftir 4 leiki, eru þær sáttar með stigasöfnun í upphafi móts?

"Nei auðvitað ekki, það eru nóg af leikjum eftir þannig það getur allt gerst. Maður veit aldrei" 

Næsti leikur Aftureldingar er gegn Völsungi 17. júlí og það leggst bara vel í þær. "Við ætlum að reyna að ná allavega 3 stigum úr þeim leikjum sem eru eftir. Það er bara að hugsa um þessi þrjú stig og spila betur en við erum búnar að vera gera í seinni hálfleik í síðustu tveimur leikjum." sagði Sara að lokum

Athugasemdir
banner