banner
   lau 06. ágúst 2022 07:00
Brynjar Ingi Erluson
Enginn vill spila í níunni hjá Chelsea - „Það hvílir bölvun á númerinu"
Romelu Lukaku er síðasti maðurinn til að klæðast níunni
Romelu Lukaku er síðasti maðurinn til að klæðast níunni
Mynd: EPA
Fernando Torres gekk í gegnum erfiða tíma í níunni
Fernando Torres gekk í gegnum erfiða tíma í níunni
Mynd: Getty Images
Leikmenn eiga það oft til að skipta um treyjunúmer fyrir nýtt tímabil og þykir það bara hið besta mál en leikmenn enska úrvalsdeildarfélagsins Chelsea hafa þó engan áhuga á að taka við níunni; enda er talið að það hvíli bölvun á númerinu.

Síðasti maðurinn til að spila í níunni var Romelu Lukaku. Hann kom aftur til Chelsea frá Inter fyrir síðustu leiktíð, en tókst ekki að standast þær væntingar sem gerðar voru til hans.

Hann var keyptur fyrir tæpar 100 milljónir punda en skoraði einungis átta mörk. Fernando Torres, Gonzalo Higuain, Hernan Crespo, Alvaro Morata og Radamel Falcao spiluðu allir í þessu númeri og gekk þeim félögum ekkert sérstaklega vel fyrir framan mark andstæðinganna.

Chelsea hefur verið orðað við Pierre-Emerick Aubameyang, leikmann Barcelona, síðustu daga og var Thomas Tuchel, stjóri Chelsea, spurður hvort það væri verið að halda níunni lausri fyrir þann framherja sem kemur inn, en það er alls ekki ástæðan.

„Það hvílir bölvun á níunni eða fólk segir mér að það sé þannig," sagði Tuchel á blaðamannafundi.

„Það er ekki þannig að við séum að halda henni lausri af taktískum ástæðum og leikmenn sem gætu komið og taka númerið."

„Leikmenn eiga það til að skipta um treyjunúmer en það var ekki sérstaklega kallað eftir því að fá níuna. Það kom svolítið á óvart að enginn vildi snerta þetta númer. Allir sem hafa verið lengur en ég hjá félaginu segja við mig að hinn og þessi var í níunni og skoraði ekki og þessi tók við númerinu og sama sagan þar. Þannig núna erum við á þeim stað að enginn vill koma nálægt níunni,"
sagði Tuchel.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner