Newcastle vill kaupa Elanga - Memphis til Corinthians - Barca ætlar að fá Nico Williams - Casemiro og Eriksen mega fara - Kovacic íhugar framtíð sína...
   þri 06. ágúst 2024 18:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fyrrum Þróttarinn seldur frá FCK - Gömul ummæli rifjuð upp
Christian Sörensen er fyrrum leikmaður Þróttar.
Christian Sörensen er fyrrum leikmaður Þróttar.
Mynd: Þróttur
FC Kaupmannahöfn er að selja Christian Sörensen til helstu keppinauta sinna í Midtjylland.

Sörensen er fjölhæfur leikmaður sem getur spilað sem vinstri bakvörður, vinstri kantmaður og sem miðjumaður. Hann er 32 ára en snemma á ferlinum lék hann með Þrótti á Íslandi.

Hann spilaði tólf leiki með Þrótti í Bestu deildinni 2016 og skoraði í þeim tvö mörk.

Hann hefur verið á mála hjá FCK síðan sumarið 2022 en þá var hann -keyptur frá Viborg. Hann sagði á þeim tíma að hann myndi aldrei spila með Midtjylland út af tengingu sinni við Viborg, en það er mikill rígur þar á milli.

„Þegar þú hefur spilað með Viborg, þá skiptirðu ekki yfir til Midtjylland. Sumir leikmenn hafa gert það en ég myndi aldrei gera það," sagði Sörensen árið 2022.

Núna er mikið verið að rifja upp þessi ummæli en Midtjylland er að kaupa Sörensen fyrir 500 þúsund evrur. Hann mun skrifa undir þriggja ára samning á Jótlandi.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner