Endrick, Marcus Rashford, Kobbie Mainoo, Harvey Elliott og N'Golo Kante og fleiri koma fram í slúðurpakka dagsins.
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
   fös 06. september 2024 21:53
Stefán Marteinn Ólafsson
Hákon Rafn: Minn fyrsti leikur á þessum velli
Icelandair
Hákon Rafn Valdimarsson stóð vaktina í marki Íslands
Hákon Rafn Valdimarsson stóð vaktina í marki Íslands
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Íslenska karlalandsliðið mætti Svartfjallalandi í kvöld þegar Þjóðardeildin hóf göngu sína í kvöld.

Ísland var fyrir leikinn í kvöld eina landið sem enn átti eftir að hrósa sigri í keppninni en þar varð breyting á í kvöld. 


Lestu um leikinn: Ísland 2 -  0 Svartfjallaland

„Mjög góð tilfinning að vinna hérna heima. Minn fyrsti leikur á þessum velli þannig þetta var bara geggjað." Sagði Hákon Rafn Valdimarsson markvörður Íslenska liðsins eftir leikinn í kvöld. 

Íslenska liðið var síðasta liðið til að ná inn sigri Þjóðardeildinni. 

„Já það var bara eins og það var. Man ekki það mikið eftir síðustu Þjóðardeild ef ég á að vera hreinskilin. Gott að byrja á sigri í riðlinum og síðan bara Tyrkland á mánudaginn." 

Það er skammt stórra högga á milli fyrir Íslenska landsliðið en þeir fá ekki mikla hvíld fyrir næsta leik en þeir mæta Tyrkjum á mánudaginn.

„Það er bara flug á morgun og reyna að gera það besta úr stöðunni. Æfa á sunnudag og svo bara leikur á mánudag." 

Mikið hefur verið rætt um innkomu Sölva Geirs Ottesen inn í þjálfarateymið en hann sér um föst leikatriði ásamt öðru hjá liðinu.

„Þetta er beint af æfingarsvæðinu. Hann má eiga það. Mjög vel gert hjá okkur og honum og við þurfum bara að halda því áfram að verjast aðmennilega og sækja aðmennilega í föstum leikatriðum." 

Nánar er rætt við Hákon Rafn Valdimarsson í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner