Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fim 06. október 2022 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Tímaspursmál hvenær Hasenhüttl verður rekinn
Mynd: Getty Images
Ralph Hasenhütttl, stjóri Southampton á Englandi, gæti fengið sparkið eftir leik liðsins við Manchester City um helgina, en þetta kemur fram í grein Telegraph.

Hasenhüttl tók við Southampton árið 2018 en fyrrum eigendur félagsins réðu hann til starfa.

Síðan þá hefur hann gengið í gegnum súrt og sætt með liðinu en alltaf tekist að halda því upp í deild þeirra bestu. Erfið byrjun á þessari leiktíð virðist þó vera síðasta kornið sem fyllti mælinn en liðið er í 16. sæti og hefur tapað síðustu þremur leikjum.

Samkvæmt Telegraph hefur Southampton ákveðið að reka hann en þó er ekki nákvæmlega ljóst hvenær það verður tilkynnt en má þó búast við því að það verði eftir leikinn gegn Manchester City á Etihad um helgina. Einnig er tekið mið af lokakaflanum á síðasta tímabili en liðið tapaði tíu af síðustu þrettán leikjum sínum.

Félagið hefur rætt við nokkra kosti en ekkert sem er þó fast í borði.

Tilfinning félagsins er að nú sé tíminn til að skipta um stjóra og finna annan sem þróað ungan og hæfileikaríkan leikmannahóp.

Í sumar ákváðu nýir eigendur félagsins að reka þrjá úr þjálfarateymi Hasenhüttl og fékk stjórnin þrjá aðra þjálfara inn sem hún valdi sjálf. Þá hafi tengsl stjórans við leikmenn og sérstaklega þá sem voru ekki í myndinni hjá honum afar slæm og er það markmið félagsins að fá inn stjóra sem er í góðum samskiptum við leikmenn, þjálfara og stjórnarmeðlimi.
Athugasemdir
banner
banner
banner