Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
banner
   sun 06. október 2024 16:41
Matthías Freyr Matthíasson
Arnór Smára: 99% líkur að ég segi þetta gott
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Við byrjuðum úrslitakeppninni ekki vel, fyrstu tveir leikirnir á erfiðum útivöllum en við gerum rosa vel á okkar heimavelli og okkur líður vel hérna heima. Fáum reyndar alvöru gusu í andlitið eftir eina mínútu en komum frábærlega til baka og spilum vel og skorum fullt af mörkum sagði Arnór Smárason leikmaður ÍA eftir góðan 4 -1 sigur á FH.


Lestu um leikinn: ÍA 4 -  1 FH

Geggjað að vera komnir með þrjú stig í úrslitakeppninni og halda aðeins að halda draumnum (um Evrópusæti) lifandi. Við sjáum hvernig aðrir leikir fara en lykilatriði fyrir okkur að koma okkur í gang í þessari úrslitakeppni og vinna á heimavelli fyrir framan fólkið okkar. Njóta þess að spila fótbolta og hafa gaman og gera þetta soldið saman. Ég er mjög stoltur af þessu skagaliði í dag.

Skrokkurinn er að verða betri og betri, ennþá soldið í land en ég reyni bara að njóta hverjar mínútu sem að skrokkurinn leyfir og er í boði. Æðislegt að fá að spila fótbolta í blíðunni hérna uppi á Skaga og á frábærum velli, ég get ekki beðið um neitt meira. 

Þú ert nú ekkert að yngjast, er annað tímabil framundan hjá þér?

Það er mjög ólíklegt. Búið að vera frábær tími hérna uppi á Skaga þessi tvö ár sem ég hef verið hérna. Æðislegt að koma heim og hjálpa liðinu upp úr Lengjudeild og í topp sex strax á fyrsta ári. Maður gat ekki beðið um neitt meira og ég er búinn að njóta eins og ég segi að vera hérna og spila fyrir framan mitt fólk. Það er mjög líklegt að við segjum þetta gott eftir tímabilið, það er 99%. 

Nánar er rætt við Arnór hér að ofan og meðal annars hvort hann sé þá alfarið hættur í fótbolta.


Athugasemdir
banner
banner