Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   sun 06. nóvember 2022 19:55
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Einar Karl yfirgefur Stjörnuna - „Ljóst að það væri ekki að fara breytast"
Verður ekki áfram í Garðabæ.
Verður ekki áfram í Garðabæ.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Öll umgjörð í klúbbnum er hins vegar mjög góð og gaman að vera partur af þessum skemmtilega hóp
Öll umgjörð í klúbbnum er hins vegar mjög góð og gaman að vera partur af þessum skemmtilega hóp
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Einar Karl Ingvarsson er á förum frá Stjörnunni en eins og greint var frá á föstudag hefur hann rift samningi sínum við félagið. Einar staðfesti tíðindin við Fótbolta.net í dag og hefur hann ákveðið að róa á önnur mið. Samningurinn átti að renna út eftir næsta tímabil en í honum var uppsagnarákvæði sem Einar ákvað að nýta sér.

„Ég var ekki ánægður með spiltímann sem ég fékk og var í minna hlutverki en ég bjóst við. Eftir fund sem ég tók með þjálfurum liðsins eftir tímabilið varð það ljóst að það væri ekki að fara breytast og þá kom ekki neitt annað til greina en að rifta," sagði Einar við Fótbolta.net í dag.

Einar er 29 ára miðjumaður sem gekk í raðir Stjörnunnar frá Val fyrir tímabilið 2021. Hann var ósáttur við hversu sjaldan hann var í byrjunarliðinu í sumar.

„Fyrst og fremst er ég ósáttur við hversu fáa leiki ég byrjaði. Ég byrjaði 12 leiki af 27 sem er ekki í samræmi við væntingar mínar og tel að ég hafi átt fá fleiri tækifæri í byrjunarliðinu."

Hvernig metur hann tímabilin tvö hjá Stjörnunni?

„Þau eru ákveðin vonbrigði fyrir mig persónulega, af því ég tel mig eiga fullt erindi í þetta og að ég hafi ekki fengið þau tækifæri sem ég á skilið. Öll umgjörð í klúbbnum er hins vegar mjög góð og gaman að vera partur af þessum skemmtilega hóp. Ég lærði fullt á þessum tíma og tek það með mér inn í næsta verkefni."

Kemur til grein að spila í Lengjudeildinni á næsta tímabili eða er einungis horft á lið í Bestu deildinni?

„Ég mun gefa mér tíma í að skoða allt bæði efstu og næstefstu deild og fara þangað sem mér finnst mest spennandi. Það eru mörg flott félög sem eru að spila í næstefstu deild," sagði Einar.

Hann er uppalinn hjá FH og á ferlinum hefur hann einnig leikið með Fjölni, Grindavík, Val og Stjörnunni.
Athugasemdir
banner
banner
banner