Pochettino að missa starfið? - Man Utd tilbúið að losa sig við Antony og fleiri - Mörg lið berjast um Palhinha - De Bruyne vill MLS frekar en...
   mið 06. desember 2023 23:25
Brynjar Ingi Erluson
Ten Hag pælir ekki hávaðanum - „Þetta lið á eftir að verða gott“
Erik ten Hag
Erik ten Hag
Mynd: Getty Images
Scott McTominay átti góðan leik
Scott McTominay átti góðan leik
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Erik ten Hag, stjóri Manchester United, var ánægður með frammistöðuna í 2-1 sigrinum á Chelsea í kvöld og ítrekar það að liðið eigi eftir að verða gott.

Man Utd verðskuldaði sigurinn gegn Chelsea. Scott McTominay skoraði bæði mörk United sem hefðu hæglega getað verið fleiri, en Ten Hag biður stuðningsmenn um að treysta ferlinu.

„Ég get alltaf kvartað yfir einhverju en við erum ánægðir með úrslitin og frammistöðuna. Við verðskulduðum þetta og vildum senda áhorfendum skilaboð, en um leið er þetta líka okkar stíll. Á fyrstu 30 mínútunum spiluðum við fullkomin leik.“

„Það var óþarfi að fá á okkur markið. Við slökktum á okkur en auðvitað þurfum við að taka ákveðin skref. Við erum á leið í rétta átt. Liðið á eftir að verða gott og sama má segja um verkefnið,“
sagði Ten Hag.

Ten Hag var spurður út mögulega óánægju leikmanna í klefanum og allt sem fjölmiðlar hafa skrifað og sagt um liðið á tímabilinu.

„Mér er sama um þennan hávaða. Þeir eru vanir því og þetta var alveg eins hjá Ajax, en það er minna land og því minna fólk.“

McTominay var bestur hjá United í dag og er Ten Hag virkilega ánægður með hans frammistöðu.

„Hann gerði frábærlega. Hann spilaði mikilvægt hlutverk og er mjög góður leikmaður. Hann stöðvaði Chelsea ásamt Antony og var mjög dýnamískur þegar við vorum með boltann. Hann skoraði tvö og hefði jafnvel getað gert fleiri.“

Einnig var hann spurður út í hugarfarið og hvernig United getur unnið betur með það.

„Þegar þú ert ekki í þínu besta formi á leikdegi þá getur þú tapað. Þú þarft að vera upp á þitt allra besta og þegar þú ert það ekki ertu drepinn. Við vitum það og þurfum rétta viðhorfið fyrir hvern einasta leik,“ sagði Ten Hag.
Athugasemdir
banner
banner
banner