Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 07. mars 2021 17:25
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
England: Man Utd aftur á sigurbraut - Fyrsti leikur Dagnýjar
Dagný í leik með Selfossi síðasta sumar.
Dagný í leik með Selfossi síðasta sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Manchester United komst aftur á sigurbraut í úrvalsdeild kvenna í Englandi í dag eftir að hafa tapað tveimur í röð þar áður.

Man Utd heimsótti Aston Villa í dag og þar var niðurstaðan 3-0 sigur United. Kirsty Hanson skoraði í fyrri hálfleik fyrir United og bættu þær Jessica Sigsworth og Katie Zelem við mörkum í seinni hálfleiknum.

María Þórisdóttir, sem á íslenskan föður en spilar fyrir Noreg, kom inn á sem varamaður fyrir United þegar rúmar tíu mínútur voru eftir af leiknum.

Man Utd er í þriðja sæti deildarinnar en tvö efstu liðin eru Chelsea og Manchester City.

Chelsea er með tveggja stiga forystu á Man City, en Chelsea hafði betur gegn West Ham í Lundúnaslag í dag. Dagný Brynjarsdóttir spilaði allan leikinn fyrir West Ham en þetta var hennar fyrsti leikur í ensku úrvalsdeildinni. West Ham er í næst neðsta sæti deildarinnar með átta stig en aðeins eitt lið fellur úr deildinni.

Hér að neðan má sjá öll úrslit dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Arsenal, sem er í fjórða sæti, vann stórsigur á Birmingham, Brighton hafði betur gegn Tottenham og Man City lagði Everton að velli.

Úrslit dagsins:
Man Utd 3 - 0 Aston Villa
Birmingham 0 - 4 Arsenal
Brighton 2 - 0 Tottenham
Man City 1 - 0 Everton
West Ham 0 - 2 Chelsea
Athugasemdir
banner
banner
banner