Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mið 07. apríl 2021 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ísland búið að spila fyrri umferðina í undankeppni eEURO 2021
Mynd: PES
Íslenska landsliðið í efótbolta lék á dögunum fyrri umferðina í undankeppni eEURO 2021.

Ísland er í riðli með Ítalíu, Portúgal, Englandi, Moldóvu og Norður Írlandi, en leikið er í PES tölvuleiknum.

Leikmenn íslenska liðsins eru Aron Ívarsson, Muharram Emre Unal og Kristófer Baldur Sverrisson. Þjálfari liðsins er Evaldas Palikevicius.

Fyrri umferð undankeppninnar fór fram 29. mars, en strákarnir töpuðu þar öllum leikjunum. Seinni umferðin fer fram 26. apríl. Aðeins eitt lið fer áfram úr riðlinum í lokakeppnina, en liðið í öðru sæti fer í milliriðil þar sem keppt verður um sex laus sæti.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner