Garnacho vill ekki til Arabíu - Bayern gæti reynt við Trossard - Ferguson hefur gert munnlegt samkomulag við Roma
   fös 07. maí 2021 20:34
Brynjar Ingi Erluson
Holland: Elías Már skoraði í tapi
Íslenski sóknarmaðurinn Elías Már Ómarsson skoraði eina mark Excelsior í 2-1 tapi liðsins gegn unglinga- og varaliði AZ Alkmaar í hollensku B-deildinni í kvöld.

Elías Már skoraði tvö mörk fyrir Excelsior í síðustu umferð eftir mikla markaþurrð en virðist þó hafa fundið markaskóna á ný og skoraði hann eftir aðeins sjö mínútna leik í dag.

Hann er kominn með 22 mörk í B-deildinni og er annar markahæsti leikmaður deildarinnar á eftir Robert Mühren hjá Cambuur en sá er með 36 mörk.

Excelsior á ekki möguleika á að komast í umspil en liðið er í 9. sæti fyrir lokaumferðina með 48 stig, níu stigum á eftir Roda JC.

Kristian Hlynsson sat allan tímann á varamannabekknum hjá unglinga- og varaliði Ajax sem gerði 1-1 jafntefli við De Graafschap.

Kristófer Ingi Kristinsson var þá ekki í hópnum hjá unglinga- og varaliði PSV sem tapaði fyrir Volendam, 1-0.
Athugasemdir
banner