Chelsea verðmetur Jackson á 100 milljónir punda - Rashford efstur á óskalista Barcelona - Sancho til Juventus?
Gústi Gylfa: Eins og Þorgrímur Þráins sagði, varnarleikur vinnur leiki
„Örugglega það besta sem ég hef séð frá honum síðan ég kom"
Rúnar: Ætlum ekki að fara grenja yfir því að hafa tapað
Partí á Ísafirði í kvöld - „Vonandi sletta þeir aðeins úr klaufunum"
Alli Jói: Pabbi hringdi í mig og skammaði mig eftir leik
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
Reynir Freyr: Gefur okkur mikið að fá Jón Daða
Gunnar Guðmunds: Við erum búnir að fá okkur alltof mörg mörk úr föstum leikatriðum
Árni Freyr: Andleysi leikmanna í hámarki
Jakob Gunnar spilaði sinn síðasta leik fyrir Þróttara: Vildi spila meira
Ingi Rafn: Fyrri hálfleikurinn skóp þennan sigur
Mark tekið af Keflavík vegna rangstöðu: „Bara óskiljanlegt"
Haraldur Hróðmars: Lífsnauðsynlegur sigur
Venni: Það gaf okkur blóð á tennurnar
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
   lau 07. maí 2022 19:24
Sverrir Örn Einarsson
Sindri Kristinn: Aldrei lagt það í vana minn að segja neitt um dómara
Sindri Kristinn Ólafsson
Sindri Kristinn Ólafsson
Mynd: Haukur Gunnarsson
„Mér fannst við vera með þá í algjöru hreðjataki fyrir þetta rauða spjald. Tilfinningin áður en það kom var að við værum bara að fara að sigla þessu tvö þrjú núll. En skjótt skipast veður í lofti og það fer bara allt í skrúfuna hjá okkur þegar Maggi fær rautt.“
Sagði Sindri Kristinn Ólafsson markvörður Keflavíkur um leikinn þegar Keflavík og ÍBV gerðu 3-3 jafntefli á HS-Orkuvellinum í Keflavík fyrr í dag.

Lestu um leikinn: Keflavík 3 -  3 ÍBV

Keflvíkingar voru vægast sagt ósáttir við jöfnunarmark ÍBV í leiknum sem Telmo Castanheira skoraði. Sindri var spurður út í atvikið.

„Ég hef aldrei lagt það í vana minn að segja neitt um dómara en ég vill meina að þeir klikki ekki einu sinni heldur tvisvar í jöfnunarmarki Eyjamanna. Þá er klárlega brotið á Patrik úti á kanti og svo stendur annar eyjamaður langt fyrir innan og stendur i minni sjónlínu og er þar af leiðandi rangstæður en hann átti bara að mér fannst ekki góðann dag á línunni AD1.“(Ragnar Þór Bender innsk blm)

Keflavíkurliðið sem missti niður forystu á lokamínútum leiks gegn KA á dögunum sneri dæminu við í dag og sótti stig í uppbótartíma. Gott upp á andlega þáttinn?

„Ógeðslega svekkjandi þótt við séum manni færri að leyfa þeim að skora þrjú mörk sérstaklega þar sem tvö af þessum mörkum eru bara aulaskapur í okkur. En það er hrikalega mikilvægt fyrir liðið að lenda 3-2 undir og koma til baka og náð loksins þessu stigi og komið okkur á blað.“

Sagði Sindri en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner