
Andri Freyr Jónasson fyrirliði Aftureldingar var eðlilega í skýjunum eftir magnaðan leik í kvöld og fjögur mörk.
Lestu um leikinn: Afturelding 7 - 0 Magni
„Það er ekki annað hægt, þetta er helvíti ljúft að vera loksins komnir á blað og 7-0 það er helvíti sterkt."
Andri var spurður hvert uppleggið hafi verið fyrir leikinn í kvöld.
„Í rauninni bara að halda tempóinu háu allan tíman."
Afturelding svaraði vel í kvöld eftir frammistöðuna í Safamýri þar sem liðið náði ekki að skora og var Andri sáttur með hvernig liðið kom til baka í kvöld.
„Engin spurning, við vorum ósáttir með leikinn á móti Fram það var döpur frammistaða, við vorum ekki að skapa neitt af færum þannig séð, það var helvíti gott í dag að skapa nóg af færum."
Andri Freyr skoraði fjögur í kvöld og hefðu þau geta verið fleiri.
„Fyrsta fernan á ferlinum, maður fagnar því. Maður fór aðeins svekktur inn í hálfleikinn með 2-3 færi sem hefði getað farið betur en maður heldur bara áfram."
Viðtalið í heild má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir