Son Heung-min hefur samþykkt samning við Los Angeles FC eftir að hafa verið hjá Tottenham í áratug. Þessi 33 ára Kóreumaður var meðal áhorfenda á heimaleik LAFC gegn Tigres á þriðjudaginn og lét fara vel um sig í VIP-stúkunni.
Son var kynntur á risaskjánum seint í fyrri hálfleik og boðinn velkominn til félagsins. Hann verður formlega svo kynntur hjá félaginu seinna í dag.
Greint hefur verið frá því að LAFC muni borga 20 milljónir punda (23 milljónir evra) fyrir Son. Ekkert félag í MLS-deildinni í Bandaríkjunum hefur borgað hærri upphæð fyrir leikmann.
Son var kynntur á risaskjánum seint í fyrri hálfleik og boðinn velkominn til félagsins. Hann verður formlega svo kynntur hjá félaginu seinna í dag.
Greint hefur verið frá því að LAFC muni borga 20 milljónir punda (23 milljónir evra) fyrir Son. Ekkert félag í MLS-deildinni í Bandaríkjunum hefur borgað hærri upphæð fyrir leikmann.
Son er vinsælasti íþróttamaður Suður-Kóreu og skoraði 173 mörk í 454 leikjum fyrir Tottenham. Það var staðið heiðursvörð fyrir hann í æfingaleik gegn Newcastle í Seúl á dögunum.
Það eru margir Kóreumenn búsettir í Los Angeles og sérstakt Kóreuhverfi í borginni. Hjá LAFC mun Son spila með sínum fyrrum liðsfélaga hjá Tottenham, markverðinum Hugo Lloris. Liðið spilar skyndisóknarbolta og leggur áherslu á hraða.
Heung-min Son's at the LAFC vs. Tigres match ???? pic.twitter.com/gqVucaxWFe
— B/R Football (@brfootball) August 6, 2025
Athugasemdir