Tilboðum í Maguire hafnað - Sesko velur Old Trafford - Villa búið að ná samkomulagi um Guessand
   mið 06. ágúst 2025 14:08
Elvar Geir Magnússon
Isak bannað að mæta í grillveislu Newcastle og sagt að æfa einn
Alexander Isak, sóknarmaður Newcastle.
Alexander Isak, sóknarmaður Newcastle.
Mynd: EPA
Alexander Isak, leikmaður Newcastle, fékk ekki að æfa með liðinu í dag og þá var hann beðinn um að halda sig fjarri á meðan haldin var grillveisla í hádeginu.

Guardian fjallar um málið en Newcastle æfði í morgun og svo var haldin létt grillveisla fyrir leikmenn og starfsmenn þar sem fjölskyldum var boðið að koma. Eddie Howe skipulagði samkomuna til að þjappa mönnum saman fyrir tímabilið sem er handan við hornið.

Isak fékk þau skilaboð að hann ætti að æfa einn og ætti að mæta eftir að grillveislunni væri lokið.

Liverpool vill fá Isak og leikmaðurinn sjálfur hefur reynt að ýta skiptunum í gegn. Hann fór ekki með í æfingaferð til Asíu heldur æfði einn hjá sínu fyrrum félagi á Spáni, Real Sociedad.

Howe segist hafa frétt af því í gegnum fjölmiðla að Isak hefði verið að æfa á Spáni og sagði blaðamönnum að þeim leikmönnum sem væru ekki að hegða sér vel gæti verið bannað að æfa með liðinu.

„Þú verður að öðlast réttinn til þess að æfa með okkur. Við erum Newcastle United og leikmaður hefur þá ábyrgð að vera hluti af liðinu og hópnum. Þú verður að haga þér eðlilega því að enginn leikmaður getur hagað sér illa og búist svo við því að geta byrjað aftur að æfa með hópnum eins og ekkert hafi í skorist,“ sagði Howe við Craig Hope hjá Daily Mail.

110 milljóna punda tilboði Liverpool í Isak var hafnað en Newcastle býst við nýju tilboði í hann.
Athugasemdir
banner