KR-ingar urðu veðurtepptir eftir leikinn við ÍBV á Þjóðhátíðardaginn. Ekki var siglt heim frá Eyjum eftir leikinn vegna veðurs.
Það varð ekki ljóst þegar KR fór af stað í ferðalagið sitt að ekki yrði siglt til baka.
Það er hægara sagt en gert að finna sér gistingu í Vestmannaeyjum á Þjóðhátíð, og hvað þá með engum fyrirvara. En Eyjamenn tóku sig til og græjuðu gistingu.
Þetta voru langt frá því að vera skemmtilegustu aðstæður í heimi, liðið nýbúið að tapa með ÍBV þar sem sigurmarkið kom í lokin.
Það varð ekki ljóst þegar KR fór af stað í ferðalagið sitt að ekki yrði siglt til baka.
Það er hægara sagt en gert að finna sér gistingu í Vestmannaeyjum á Þjóðhátíð, og hvað þá með engum fyrirvara. En Eyjamenn tóku sig til og græjuðu gistingu.
Þetta voru langt frá því að vera skemmtilegustu aðstæður í heimi, liðið nýbúið að tapa með ÍBV þar sem sigurmarkið kom í lokin.
Lestu um leikinn: ÍBV 2 - 1 KR
„Við byrjuðum á að reyna finna okkur gistingu þar sem það fór alls engin ferja," segir Pálmi Rafn Pálmason, framkvæmdastjóri KR, við Fótbolta.net.
Einhverjir KR-ingar gátu reddað sér sjálfir, en Eyjamenn redduðu hinum.
„Með góðri hjálp Vestmanneyinga fengum við gistingu, upphaflega skólastofur, en svo var betri gistingu reddað. Okkur var bjargað af góðum Eyjamönnum, þetta bjargaðist í lokin."
„Svo fór hluti liðsins með 5:30 bátnum og hluti með 10:00 bátnum, þetta var svona á allavega á sunnudeginum."
Það hefur enginn gerst svo villtur að hafa farið inn í Dal, tekið nóttina í stemningu og farið með bátnum um morguninn heim?
„Ekki svo ég viti allavega, held að allir hafi nú laggst í rúm og náð svefni áður en þeir fóru heim. Ég vona það," segir Pálmi.
Dómarateyminu líka reddað
KR-ingar voru ekki þeir einu sem urðu að vera áfram í Eyjum, því dómarateymið var í sömu stöðu.
„Við vorum með fimm menn teppta í Vestmannaeyjum á Þjóðhátíð, við vorum ekki með plan B nema að því leytinu til að við vorum búnir að hafa samband við forráðamenn ÍBV og velta þessum möguleika upp. Þeir stóðu við allt sem þeir sögðu og gerðu frábærlega í að redda okkur mönnum gistingu. Þetta fór eins vel og hægt er, þetta var leyst eins vel og hægt var, fengum inni í fínni gistingu. Auðvitað var þetta óheppilegt, en þetta reddaðist," segir Þóroddur Hjaltaín sem starfar við dómaramál hjá KSÍ.
Athugasemdir