Helgi Guðjónsson er undir smásjá félaga erlendis. Orri Rafn Sigurðarson, fyrrum fréttaritari Fótbolta.net, vekur athygli á því á X að félög frá Noregi og Króatíu horfi til Helga.
Samkvæmt heimildum Fótbolta.net hefur norska félagið Bryne áhuga á að fá Helga í sínar raðir.
Samkvæmt heimildum Fótbolta.net hefur norska félagið Bryne áhuga á að fá Helga í sínar raðir.
Helgi er fjölhæfur leikmaður, kannski helst stimplaður sem framherji en hefur einn spilað talsvert á vinstri kantinum og vængbakverðinum.
Helgi hefur skorað fjögur mörk og lagt upp fjögur í Bestu deildinni á þessu tímabili.
Hann er Borgfirðingur sem uppalinn er hjá Fram en hefur verið hjá Víkingi síðan 2020. Hann varð 26 ára í gær.
Bryne er í 13. sæti af 16 í norsku úrvalsdeildinni. Næstu leikur Víkings er leikur gegn Bröndby í 3. umferð forkeppninnar í Sambandsdeildinni. Sá leikur fer fram á Víkingsvelli á fimmtudag.
Næsti leikmaður til að fara erlendis úr bestu deildinni gæti orðið Helgi Guðjónsson.
— Orri Rafn Sigurdarson (@OrriRafn) August 3, 2025
Það er áhugi á Helga frá Króatíu og Skandinavíu. Norsk lið í neðri hluta Eliteserien eru líkleg til að gera tilboð á komandi vikum. pic.twitter.com/TNSfySjWIP
Athugasemdir