Newcastle reynir við Guehi og Sesko - Sesko tilbúinn að fara til Newcastle - Liverpool skoðar Íra
   þri 05. ágúst 2025 19:01
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Meistaradeildin: Bragðdaufur Íslendingaslagur í Svíþjóð
Arnór Sigurðsson
Arnór Sigurðsson
Mynd: Malmö
Sænska liðið Malmö fékk danska liðið FC Kaupmannahöfn í heimsókn í fyrri leik liðanna í 3. umferð Forkeppni Meistaradeildarinnar í kvöld.

Þrír Íslendingar voru í leikmannahópum liðanna en allir byrjuðu á bekknum. Rúnar Alex Rúnarsson hjá FCK og Arnór Sigurðsson og Daníel Tristan Guðjohnsen hjá Malmö.

Þetta var afskaplega tíðindalítill leikur en FCK fékk tækifæri í blálok fyrri hálfleiks þegar Mohamed Elyounoussi átti skot sem Robin Olsen varði.

Seinni hálfleikurinn bauð ekki upp á mikið og markalaust jafntefli niðurstaðan. Arnór kom inn á þegar um stundafjórðungur var til leiksloka en Daníel Tristan og Rúnar sátu allan tímann á bekknum.

Seinni leikur liðanna fer fram í Danmörku eftir slétta viku.
Athugasemdir
banner