Newcastle reynir við Guehi og Sesko - Sesko tilbúinn að fara til Newcastle - Liverpool skoðar Íra
   mið 06. ágúst 2025 06:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Aston Villa í viðræðum við Nice
Mynd: EPA
Aston Villa er í viðræðum við Nice um kaup á framherjanum Evan Guessand.

Sky Sports greinir frá því að Nice hafi þegar hafnað einu tilboði í Guessand en viðræðurnar halda áfram og Villa vonast til að samkomulag náist.

Sky Sports greindi frá því fyrr í sumar að Wolves hafði áhuga á Guessand. Talið er að Nice vilji fá rúmlega 25 milljónir punda fyrir hann.

Þessi 24 ára gamli framherji er mjög eftirsóttur af liðum í úrvalsdeildinni og annars staðar í Evrópu. Hann skoraði 14 mörk og lagði upp níu fyrir Nice og landslið Fílabeinsstrandarinnar á síðustu leiktíð.
Athugasemdir
banner
banner