Brandon Williams, fyrrum leikmaður Manchester United, æfir um þessar mundir hjá Hull City en hann hefur verið án félags í eitt ár eða síðan samningur hans við United rann út.
Williams var bara 19 ára þegar hann skapaði sér nafn hjá United og miklar vonir voru bundnar við hann.
Williams, sem er nú 24 ára, villtist af leið og fékk skilorðsbundinn dóm fyrir hættulegan akstur eftir að hafa tekið hlátursgas. Hann segist hafa lent í vondum félagsskap og misst ástina á fótboltanum.
Williams var bara 19 ára þegar hann skapaði sér nafn hjá United og miklar vonir voru bundnar við hann.
Williams, sem er nú 24 ára, villtist af leið og fékk skilorðsbundinn dóm fyrir hættulegan akstur eftir að hafa tekið hlátursgas. Hann segist hafa lent í vondum félagsskap og misst ástina á fótboltanum.
En nú er hann að endurvekja ferilinn og hefur víst staðið sig mjög vel á reynslu hjá Hull City. Fjölmiðlar segja félagið vilja gefa honum samning en muni fá samkeppni.
Önnur félög í Championship-deildinni hafa áhuga á honum og einnig félög utan Bretlandseyja.
Williams hefur komið af bekknum tvívegis hjá Hull, gegn Getafe og Sunderland, og í bæði skipting spilað vel. Hann er fyrrum leikmaður Ipswich Town og Norwich City eftir að hafa leikið fyrir félögin á lánssamningum frá Manchester United.
Athugasemdir