Newcastle reynir við Guehi og Sesko - Sesko tilbúinn að fara til Newcastle - Liverpool skoðar Íra
   mið 06. ágúst 2025 07:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Jói Bjarna kominn á blað - Frændi hans flaug einnig áfram í danska bikarnum
Mynd: Kolding
Jóhannes Kristinn Bjarnason er búinn að skora sitt fyrsta mark fyrir Kolding eftir komuna frá KR í sumar.

Hann spilaði sinn fyrsta leik á dögunum þegar hann kom inn á undir lokin í 3-1 sigri gegn Koge í næst efstu deild í Danmörku. Hann var í byrjunarliðinu þegar liðið vann Odense KFUM í danska bikarnum í gær.

Hann skoraði annað mark liðsins í 4-0 sigri. Jóhannes Karl Guðjónsson, frændi Jóhannesar Kristins, stýrði AB Kaupmannahöfn til 3-1 sigurs gegn Rudersdal. Hann nýtti ekki krafta Adams Benediktssonar eða Ægis Jarls Jónassonar sem voru utan hóps.

Ísak Snær Þorvaldsson var tekinn af velli á 70. mínútu í 1-0 sigri Lyngby gegn Helsingor.

Albert Guðmundsson var í byrjunarliði Fiorentina sem gerði markalaust jafntefli gegn Nottingham Forest í æfingaleik í gær. Fiorentina mætir Man Utd næst á laugardaginn í síðasta æfingaleiknum áður en ítalska deildin hefst þann 24. águst en Fiorentina heimsækir þá Cagliari.
Athugasemdir
banner
banner