Lestu um leikinn: Kormákur/Hvöt 3 - 1 Ýmir
Fótbolti.net fékk spilandi þjálfara Kormáks/Hvatar, Dominic Furness, í stutt spjall eftir sigur þeirra gegn Ými í 8-liða úrslitum Fótbolti.net-bikarsins.
„Þetta var ekki besta frammistaða okkar, en við fengum mörg tækifæri í fyrri hálfleik en mikilvægast var að ná sigri í erfiðum leik.''
Tindastóll komust áfram í undanúrslit eftir fjörugan 4-1 sigur gegn KFG og var Dom spurður út í hvort hann myndi ekki vilja fá þá í úrslitaleik, enda fyrrverandi þjálfari Stólanna.
„Það væri frábært að fá þá í úrslitin, þeir eru með góðan hóp og ég er glaður fyrir þeirra hönd.''
„Ýmir spiluðu vel og pressuðu á okkur í fyrri hálfleik og voru grimmir á vörnina''ITALIC
Áhugavert atvik kom uppá í byrjun seinni hálfleiks þegar Abdelhadi Khalok þurfti að hlaupa út í klefa í nokkrar mínútur og var Dom spurður út í hvað hefði gerst.
„,Ég held hann hafi fengið einhverja magakveisu og þurfti þess vegna að hlaupa inn í klefa.''
Dregið verður í undanúrslit Fótbolta.net-bikarsins á fimmtudaginn.
Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum fyrir ofan.
Athugasemdir