
Landsliðskonan Ólöf Sigríður Kristinsdóttir var í stúkunni í gær þegar Breiðablik vann sannfærandi 0-3 sigur gegn uppeldisfélagi hennar, Val, í Bestu deild kvenna.
Olla sleit krossband fyrir rúmu ári síðan en það fer að styttast í endurkomu hennar.
Olla sleit krossband fyrir rúmu ári síðan en það fer að styttast í endurkomu hennar.
Hún mun hins vegar ekki spila neitt með Breiðabliki í sumar þar sem hún er á leið aftur til Bandaríkjanna á næstu dögum.
Þar stundar hún nám við Harvard sem er einn virtasti háskóli í heimi ásamt því að spila með skólaliðinu. Mun hún koma til baka eftir meiðslin þar.
Blikar eru á toppi Bestu deildar kvenna og er liðið jafnframt komið í bikarúrslitaleikinn.
Athugasemdir