Sex leikmenn í Bestu deild karla verða í banni í 18. umferð deildarinnar sem leikin verður á sunnudag og mánudag. Þetta varð staðfest af aganefnd í dag.
Hrannar Björn Steingrímsson og Marcel Römer hjá KA verða í banni þegar liðið fær ÍBV í heimsókn á sunnudag. Marcel Zapytowski markvörður ÍBV er búinn að safna fjórum gulum spjöldum og verður einnig í banni svo Hjörvar Daði Arnarsson mun verja mark Eyjaliðsins.
Hrannar Björn Steingrímsson og Marcel Römer hjá KA verða í banni þegar liðið fær ÍBV í heimsókn á sunnudag. Marcel Zapytowski markvörður ÍBV er búinn að safna fjórum gulum spjöldum og verður einnig í banni svo Hjörvar Daði Arnarsson mun verja mark Eyjaliðsins.
Sveinn Gísli Þorkelsson varnarmaður Víkings verður í banni í leik gegn Stjörnunn á sunnudagskvöld.
Ástbjörn Þórðarson tekur út bann hjá KR gegn Aftureldingu á mánudag og á sama tíma verður Tómas Orri Róbertsson í banni hjá FH sem fær ÍA í heimsókn.
Þá verður einn þjálfari í banni í komandi umferð en það er Haraldur Björnsson, markvarþjálfari Breiðabliks, sem fékk rautt spjald eftir að mark var dæmt af Blikum gegn KA um verslunarmannahelgina. Hann verður því ekki á hliðarlínunni gegn Val.
Svona er næsta umferð í Bestu deildinni:
sunnudagur 10. ágúst
14:00 Vestri-Fram (Kerecisvöllurinn)
16:30 KA-ÍBV (Greifavöllurinn)
19:15 Víkingur R.-Stjarnan (Víkingsvöllur)
19:15 Valur-Breiðablik (N1-völlurinn Hlíðarenda)
mánudagur 11. ágúst
19:15 FH-ÍA (Kaplakrikavöllur)
19:15 KR-Afturelding (Meistaravellir)
Fyrirliði Fylkis í tveggja leikja bann
Ragnar Bragi Sveinsson, fyrirliði Fylkis, er á leið í tveggja leikja bann þar sem hann fékk sína aðra brottvísun á tímabilinu í tapi gegn Þrótti í síðustu umferð Lengjudeildarinnar.
Fylkir er í harðri fallbaráttu og mætir Þór í næstu umferð. Árbæingar verða einnig án Guðmundur Tyrfingssonar og Emils Ásmundssonar í þeim leik þar sem þeir eru einnig í banni.
Aðrir í Lengjudeildinni sem verða í banni í næstu umferð: Sindri Þór Guðmundsson (Grindavík), Ívar Orri Gissurarson (HK), Haukur Leifur Eiríksson (HK), Símon Logi Thasaphong (Njarðvík), Oumar Diouck (Njarðvík), Tómas Bjarki Jónsson (Njarðvík) og Xabi Cárdenas (Völsungur).
Svona er næsta umferð í Lengjudeildinni:
föstudagur 8. ágúst
18:00 Fylkir-Þór (tekk VÖLLURINN)
19:15 Grindavík-Leiknir R. (Stakkavíkurvöllur)
19:15 ÍR-Fjölnir (AutoCenter-völlurinn)
19:15 Njarðvík-Selfoss (JBÓ völlurinn)
19:15 HK-Keflavík (Kórinn)
laugardagur 9. ágúst
16:00 Völsungur-Þróttur R. (PCC völlurinn Húsavík)
Besta-deild karla
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Valur | 17 | 10 | 4 | 3 | 44 - 23 | +21 | 34 |
2. Víkingur R. | 17 | 9 | 5 | 3 | 31 - 20 | +11 | 32 |
3. Breiðablik | 17 | 9 | 5 | 3 | 29 - 22 | +7 | 32 |
4. Fram | 16 | 7 | 3 | 6 | 25 - 21 | +4 | 24 |
5. Stjarnan | 16 | 7 | 3 | 6 | 29 - 27 | +2 | 24 |
6. Vestri | 16 | 7 | 1 | 8 | 15 - 14 | +1 | 22 |
7. ÍBV | 17 | 6 | 3 | 8 | 16 - 24 | -8 | 21 |
8. FH | 17 | 5 | 4 | 8 | 28 - 25 | +3 | 19 |
9. Afturelding | 16 | 5 | 4 | 7 | 19 - 24 | -5 | 19 |
10. KA | 17 | 5 | 4 | 8 | 17 - 32 | -15 | 19 |
11. KR | 17 | 4 | 5 | 8 | 37 - 40 | -3 | 17 |
12. ÍA | 17 | 5 | 1 | 11 | 18 - 36 | -18 | 16 |
Lengjudeild karla
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. ÍR | 15 | 9 | 5 | 1 | 27 - 12 | +15 | 32 |
2. Njarðvík | 15 | 8 | 7 | 0 | 36 - 14 | +22 | 31 |
3. Þróttur R. | 15 | 8 | 4 | 3 | 28 - 23 | +5 | 28 |
4. Þór | 15 | 8 | 3 | 4 | 34 - 22 | +12 | 27 |
5. HK | 15 | 8 | 3 | 4 | 26 - 18 | +8 | 27 |
6. Keflavík | 15 | 7 | 4 | 4 | 34 - 24 | +10 | 25 |
7. Völsungur | 15 | 5 | 3 | 7 | 25 - 31 | -6 | 18 |
8. Grindavík | 15 | 4 | 2 | 9 | 29 - 42 | -13 | 14 |
9. Selfoss | 15 | 4 | 1 | 10 | 15 - 30 | -15 | 13 |
10. Fylkir | 15 | 2 | 5 | 8 | 20 - 26 | -6 | 11 |
11. Fjölnir | 15 | 2 | 5 | 8 | 22 - 36 | -14 | 11 |
12. Leiknir R. | 15 | 2 | 4 | 9 | 13 - 31 | -18 | 10 |
Athugasemdir