„Ég er svakalega glaður. Við erum bara 'road to Laugardalsvöllur', það er stefið inn í klefa," sagði Konráð Freyr Sigurðsson, þjálfari Tindastóls, eftir frábæran sigur liðsins gegn KFG í 8-liða úrslitum Fótbolti.net bikarnum.
Lestu um leikinn: Tindastóll 4 - 1 KFG
Þetta var virkilega sterkur sigur í ljósi þess að Tindastóll er í 6. sæti í 3. deild á meðan KFG er í 9. sæti í 2. deild.
„Við erum búnir að spila ægilega flottan bolta í sumar. Þetta er ekki búið að detta með okkur en þegar þetta dettur með okkur er svakalega gaman að horfa á okkur. Þetta er bikarævintýri og það eru allir með allt á hreinu," sagði Konni.
Sverrir Hrafn Friðriksson, fyrirliði Tindastóls, er miðvörður en spilaði frammi í kvöld og skoraði tvennu.
„Þetta var skemmtilegt, við töluðum aðeins saman um þetta í gær. Hann var að setja boltann í netið á æfingu í gær. Ég fékk lúmska hugmynd um þetta. Þetta gekk rosa vel, hann stóð sig mjög vel."
Konni vildi ekki staðfesta hvort Sverrir færi aftur í vörnina í næsta leik gegn toppliði Augnabliks í 3. deildinni á sunnudaginn.
„Það kemur í ljós. Við vorum mjög orkumiklir og góðir í dag. Það er það sem ég bið um frá liðinu mínu."
Konni vill fá Kormák/Hvöt í heimsókn í undanúrslitum.
„Eigum við ekki að fá þá á gervigrasið og fylla völlinn. Það verður rosa gaman."
Athugasemdir