Hægri bakvörðurinn Callum Brittain er genginn til liðs við Middlesbrough frá Blackburn.
Þessi 27 ára gamli Englendingur gerir fjögurra ár asamning við Middlesbrough. Hann lék í þrjú ár hjá Blackburn en hann var liðsfélagi Arnórs Sigurðssonar sem yfirgaf Blackburn og gekk til liðs við Malmö í vetur.
Þessi 27 ára gamli Englendingur gerir fjögurra ár asamning við Middlesbrough. Hann lék í þrjú ár hjá Blackburn en hann var liðsfélagi Arnórs Sigurðssonar sem yfirgaf Blackburn og gekk til liðs við Malmö í vetur.
Brittain hefur aðra tengingu til Íslands þar sem hann lék með Þrótti á láni frá MK Dons árið 2016. Hann lék sex leiki í efstu deild og þrjá leiki í bikarnum fyrir Þrótt.
„Þetta var rétti tíminn fyrir mig að taka næsta skref á ferlinum, ég er spentur fyrir því að vera kominn hingað. Ég átti gott spjall við stjórann um það hvernig hann vill spila og væntingarnar hans. Það er ljóst að það eru allir að róa í sömu átt," sagði Brittain.
Rob Edwards er stjóri liðsins en Brittain er þriðji leikmaðurinn á eftir Abdoulaye Kante og Alfie Jones sem Middlesbrough fær til sín í sumar.
Athugasemdir