Tilboðum í Maguire hafnað - Sesko velur Old Trafford - Villa búið að ná samkomulagi um Guessand
   mið 06. ágúst 2025 10:43
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Carragher setur spurningamerki við risastóran verðmiða
Alexander Isak.
Alexander Isak.
Mynd: EPA
Jamie Carragher, fyrrum leikmaður Liverpool, telur að Alexander Isak væri frábær viðbót fyrir Englandsmeistarana en setur spurningamerki við háan verðmiða.

Liverpool lagði á dögunum fram tilboð í Isak upp á 110 milljónir punda en því boði var hafnað. Newcastle vill fá 150 milljónir punda fyrir sænska sóknarmanninn.

„Þetta væru stórkostleg kaup en ég vil ekki að félagið eyði 150 milljónum punda í Isak," segir Carragher.

„Þegar ég lít á 150 milljónir punda þá lít ég á Kylian Mbappe. Þú ættir að fá Mbappe fyrir þannig pening."

Carragher setur þá spurningamerki við það að Hugo Ekitike sé keyptur á 80 milljónir punda og svo verði Isak mögulega keyptur á í kringum 150 milljónir punda. Það hafi örugglega ekki verið planið að kaupa Ekitike í eitthvað varahlutverk.
Athugasemdir
banner