Patrick Pedersen er orðinn markahæsti leikmaður efstu deildar á Íslandi frá upphafi.
Danski framherjinn bætti metið í gær þegar Valur gerði 2-2 jafntefli gegn ÍA á Akranesi. Patrick þurfti bara eitt mark til að skora sitt 132. mark og bæta þar með met Tryggva Guðmundssonar en Patrick gerði gott betur og skoraði bæði mörk liðsins.
Danski framherjinn bætti metið í gær þegar Valur gerði 2-2 jafntefli gegn ÍA á Akranesi. Patrick þurfti bara eitt mark til að skora sitt 132. mark og bæta þar með met Tryggva Guðmundssonar en Patrick gerði gott betur og skoraði bæði mörk liðsins.
Fótbolti.net ræddi við Jónatan Inga Jónsson, liðsfélaga Patricks, um framherjann eftir leikinn.
„Hann er frábær leikmaður. Það minnsta sem við hefðum getað gert fyrir hann er að vinna þennan leik. Við vinnum bara næsta og vinnum titilinn, það er stefnan," sagði Jónatan.
Jónatan lagði upp fyrra markið á Patrick.
„Það er alltaf gaman að geta gefið hann á Patrick, það eru ansi háar líkur á að boltinn endi í markinu þegar maður gefur á hann í góðu færi. Það er heiður að fá að spila með honum, vera með honum í liði og læra af honum. Svo er þetta toppgæji líka. Ég segi bara til hamingju og ég ætla rétt að vona að hann sé ekki hættur."
Þá var Srdjan Tufegdzic, þjálfari Vals, einnig spurður út í hann.
„Eins og ég hef oft komið inn á, sem leikmaður og persóna þá á hann þetta magnaða afrek skilið. Það væri enn skemmtilegra að geta fagnað með honum en aftur á móti breytir það því ekki sem hann er búinn að ná."
„Hann á þetta skilið. Aftur á móti er liðið að hjálpa honum helling, við erum með frábæra leikmenn í kringum hann sem eiga líka mikið hrós skilið að Patrick nær að slá þetta met svona snemma á tímabilinu. Nú þurfum bæði hann og við að halda áfram. Ef ég þekki hann rétt þá er hann ekki saddur, hann ætlar að bæta við fleiri mörkum.""
Athugasemdir