Srdjan Tufegdzic, betur þekktur sem Túfa, var gestur í útvarpsþættinum Fótbolti.net síðasta laugardag og var þar í skemmtilegu spjalli.
Valur er á toppi Bestu deildarinnar og hefur spilað mjög vel í sumar. Það voru margir sem efuðust um Túfa fyrir tímabilið en hann lét það ekki á sig fá, lét það ekki trufla sig.
Valur er á toppi Bestu deildarinnar og hefur spilað mjög vel í sumar. Það voru margir sem efuðust um Túfa fyrir tímabilið en hann lét það ekki á sig fá, lét það ekki trufla sig.
Túfa leggur mikið upp úr vinnusemi og er agaður þjálfari. Valsmenn æfðu vel í vetur og eru í góðu standi. „Við erum allir að róa í sömu átt," sagði Túfa um Valsliðið.
Það var eitthvað talað um það fyrir tímabilið hvort Túfa væri nógu stór prófíll til að stýra Val en það er ekkert svo langt síðan hann var að þjálfa í yngri flokkum KA.
„Þú komst inn á það áðan að ég er vinnusamur gæi sem hefur náð árangri út af öllu sem ég hef lagt á mig. Það breyttist ekkert þegar ég kom í Val. Kannski var þetta akkúrat týpan sem Valur þurfti núna. Menn segja að ég er ekki alveg nógu stór en ég held að ég hafi verið alveg nógu stór. Ef einhver byrjar í 7. flokki karla og kvenna í KA og þarf að vinna sig í gegnum allt, ná að fara út í atvinnumannaumhverfi og koma til baka og fá þetta starf. Það sýnir að ég hef nóg fram að færa."
„Kannski þurfti líka mann sem leiðir með fordæmi. Að mæta klukkan 6 á Hlíðarenda á hverjum degi og fá menn með mér í því. Ég er mjög stoltur hvert við erum komnir í dag," sagði Túfa en eins og staðan er núna virðist hann vera hárrétti maðurinn fyrir félagið og þennan hóp. Valur er í bullandi séns að vinna tvöfalt í sumar.
Athugasemdir