Tilboðum í Maguire hafnað - Sesko velur Old Trafford - Villa búið að ná samkomulagi um Guessand
banner
föstudagur 8. ágúst
Lengjudeild karla
Besta-deild kvenna
fimmtudagur 7. ágúst
Lengjudeild kvenna
Forkeppni Sambandsdeildarinnar
Forkeppni Evrópudeildarinnar - 3. umferð
miðvikudagur 6. ágúst
Besta-deild karla
mánudagur 4. ágúst
Besta-deild kvenna
laugardagur 2. ágúst
miðvikudagur 30. júlí
Lengjudeild karla
Lengjudeild kvenna
Forkeppni Meistaradeildarinnar
Lengjudeild karla
mánudagur 28. júlí
Besta-deild karla
laugardagur 26. júlí
2. deild karla
Besta-deild karla
Lengjudeild karla
fimmtudagur 24. júlí
Besta-deild kvenna
Lengjudeild kvenna
Besta-deild kvenna
Forkeppni Sambandsdeildarinnar
Besta-deild kvenna
Lengjudeild kvenna
Forkeppni Sambandsdeildarinnar
miðvikudagur 23. júlí
þriðjudagur 22. júlí
Forkeppni Meistaradeildarinnar
sunnudagur 20. júlí
Besta-deild karla
fimmtudagur 17. júlí
Besta-deild karla
Forkeppni Sambandsdeildarinnar
þriðjudagur 15. júlí
Forkeppni Meistaradeildarinnar
Fótbolti.net bikarinn
mánudagur 14. júlí
Besta-deild karla
sunnudagur 13. júlí
fimmtudagur 10. júlí
Forkeppni Sambandsdeildarinnar
EM kvenna
Forkeppni Sambandsdeildarinnar
þriðjudagur 8. júlí
Forkeppni Meistaradeildarinnar
mánudagur 7. júlí
Besta-deild karla
Lengjudeild karla
sunnudagur 6. júlí
EM kvenna
Besta-deild karla
miðvikudagur 6. ágúst
Meistaradeildin
Kairat (Kazakhstan) 1 - 0 Slovan (Slovakia)
Erkin Tapalov - Kairat (Kazakhstan) ('25, gult spjald)
Rahim Ibrahim - Slovan (Slovakia) ('51, gult spjald)
Damir Kasabulat - Kairat (Kazakhstan) ('55, gult spjald)
Rahim Ibrahim - Slovan (Slovakia) ('65, rautt spjald)
Dastan Satpaev - Kairat (Kazakhstan) ('67, gult spjald)
David Strelec - Slovan (Slovakia) ('72, gult spjald)
Danylo Ignatenko - Slovan (Slovakia) ('88, gult spjald)
Kenan Bajric - Slovan (Slovakia) ('90, gult spjald)
1 0 Dastan Satpaev ('90, víti)
Salzburg 0 - 0 Club Brugge (Belgium)
Ludogorets - Ferencvaros (Hungary) - 17:30
Lech Poznan - Rauða stjarnan - 18:30
Feyenoord - Fenerbahce - 19:00
Nice - Benfica - 19:00
EUROPE: Europa League, 3rd qualifying round
Rigas FS (Latvia) 0 - 1 KuPS (Finland)
0 1 Jaakko Oksanen ('14)
Rijeka (Croatia) - Shelbourne (Ireland) - 18:45
mið 06.ágú 2025 13:30 Mynd: EPA
Magazine image

Spáin fyrir enska: 9. sæti

Það styttist heldur betur í það að þjóðaríþrótt Íslendinga, enska úrvalsdeildin, fari aftur af stað. Líkt og síðustu ár, þá munum við kynna liðin í deildinni eftir því hvar þau enda í sérstakri spá fréttamanna Fótbolta.net.

Núna er komið að því telja niður í efri hluta deildarinnar. Í níunda sæti í spánni er Brighton.

Brighton fagnar marki á síðasta tímabili.
Brighton fagnar marki á síðasta tímabili.
Mynd/EPA
Fabian Hurzeler er yngsti stjórinn í ensku úrvalsdeildinni, aðeins 32 áraf gamall.
Fabian Hurzeler er yngsti stjórinn í ensku úrvalsdeildinni, aðeins 32 áraf gamall.
Mynd/EPA
Jan Paul Van Hecke er mikilvægur í varnarleiknum.
Jan Paul Van Hecke er mikilvægur í varnarleiknum.
Mynd/EPA
Baleba hefur verið eftirsóttur í sumar.
Baleba hefur verið eftirsóttur í sumar.
Mynd/EPA
Mitoma skrifaði háskólaritgerð um hvernig ætti að rekja boltann.
Mitoma skrifaði háskólaritgerð um hvernig ætti að rekja boltann.
Mynd/EPA
Danny Welbeck leiðir línuna.
Danny Welbeck leiðir línuna.
Mynd/EPA
Joao Pedro var seldur til Chelsea í sumar.
Joao Pedro var seldur til Chelsea í sumar.
Mynd/EPA
Charalompos Kostulas er mjög svo spennandi leikmaður.
Charalompos Kostulas er mjög svo spennandi leikmaður.
Mynd/Brighton
Diego Coppola kom frá Hellas Verona.
Diego Coppola kom frá Hellas Verona.
Mynd/Brighton
Maxim De Cuyper á að fylla í skarð Pervis Estupinan.
Maxim De Cuyper á að fylla í skarð Pervis Estupinan.
Mynd/Brighton
Adam Webster missir af mestöllu tímabilinu vegna meiðsla.
Adam Webster missir af mestöllu tímabilinu vegna meiðsla.
Mynd/EPA
Yankuba Minteh er eldsnöggur.
Yankuba Minteh er eldsnöggur.
Mynd/EPA
Tom Watson kom frá Sunderland.
Tom Watson kom frá Sunderland.
Mynd/Brighton
Georginio Rutter kom frá Leeds á síðasta ári og er dýrastur í sögu Brighton.
Georginio Rutter kom frá Leeds á síðasta ári og er dýrastur í sögu Brighton.
Mynd/Brighton
Markvörðurinn Bart Verbruggen.
Markvörðurinn Bart Verbruggen.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Frá Falmer Stadium, heimavelli Brighton.
Frá Falmer Stadium, heimavelli Brighton.
Mynd/EPA
Brighton er án efa mesta hipsterafélagið í ensku úrvalsdeildinni en félagið kemur inn í nýtt tímabil fullt af bjartsýni eftir stórgott 2024-25 tímabil undir stjórn yngsta stjóra deildarinnar. Liðið endaði í áttunda sæti með 61 stig og skoraði fleiri mörk en bæði Manchester United, Chelsea og Tottenham. Brighton sýndi að þeir geta verið með þeim bestu þegar þeir ná góðu flugi, en þó þarf að laga varnarleikinn – þar sem liðið fékk á sig 59 mörk. Það er eitt af því sem Fabian Hürzeler, stjóri liðsins, vill einbeita sér að. Hann er aðeins 32 ára gamall og hefur vakið mikla athygli fyrir nútímalega nálgun sína og áherslu á gögn í þjálfun. Hann er þýsk/svissneskur og kom frá St. Pauli í Þýskalandi þar sem hann náði frábærum árangri.

Í sumar hefur Brighton styrkt hópinn með áherslu á að bæta varnarleikinn og auka breiddina. Þeir hafa fengið inn unga og spennandi leikmenn eins og ítalska varnarmanninn Diego Coppola, belgíska bakvörðinn Maxim De Cuyper, og franska miðvörðinn Olivier Boscagli. Allt eru þetta leikmenn sem geta verið seldir á stærri upphæðir síðar en það er Brighton leiðin. Á sama tíma missti félagið João Pedro, sem fór til Chelsea, en Brighton er vant því að selja leikmenn dýrt og fjárfesta skynsamlega. Á síðustu árum hefur í raun verið magnað að fylgjast með Brighton þar sem þetta hefur verið eins og stórt Football Manager 'save' þar sem félagið hefur fundið marga gimsteina á lágu verði. Bestu dæmið er líklega Moises Caicedo sem var keyptur til Chelsea fyrir 115 milljónir punda eftir að Brighton keypti hann á 4 milljónir punda. Stærstu kaup félagsins í sumar voru að fá gríska U21 landsliðsmanninn Charalampos Kostoulas inn fyrir tæpar 30 milljónir punda en sá leikmaður gæti orðið stórstjarna í framtíðinni.

Markmið Brighton fyrir komandi tímabil er að halda sér í efri hluta deildarinnar og jafnvel berjast um Evrópusæti. Þeir sem stýra félaginu hafa talað um að fimmta sætið sé raunhæft markmið ef allt gengur upp. Þeir ætla sér einnig að leggja meira upp úr bikarkeppnunum – sérstaklega FA bikarnum – þar sem þeir sjá raunhæfa möguleika á að komast langt. Þó félagið sé ekki það stærsta í ensku úrvalsdeildinni, þá er það eitt af þeim metnaðarfyllri og sniðugustu, og stuðningsmennirnir á AMEX-leikvanginum eru orðnir vanir spennandi, árásargjörnum fótbolta. Ef vörnin styrkist og nýju leikmennirnir ná að aðlagast hratt, gæti þetta orðið annað minnisstætt tímabil fyrir Brighton sem er eitt skemmtilegasta félagið í úrvalsdeildinni.

Stjórinn: Fabian Hürzeler er einn áhugaverðasti ungi þjálfari Evrópu í dag en hann er að fara inn í sitt annað tímabil með Brighton. Hann er aðeins 32 ára gamall, fæddur í Texas í Bandaríkjunum. Hann á foreldra frá Sviss og Þýskalandi en ólst upp í Þýskalandi og spilaði með yngri landsliðum Þýskalands. Hann lagði snemma skóna á hilluna sem leikmaður og einbeitti sér að þjálfun, þar sem hann vakti strax athygli. Árið 2022 tók hann við St. Pauli og leiddi það lið upp í þýsku úrvalsdeildina. Hürzeler er þekktur fyrir að nota gagnadrifna nálgun í þjálfun og leggur mikið upp úr taktískum aga, hápressu og hugmyndafræði sem byggir á skyndisóknum. Hann vill að liðið sé virkt, hugrakkt og hugsi skrefi á undan andstæðingnum. Hjá Brighton heldur hann áfram þeirri vinnu sem Roberto De Zerbi hóf – að spila hugmyndaríkan og árásargjarnan fótbolta. Hann hefur einnig talað um mikilvægi þess að þróa unga leikmenn og gefa þeim tækifæri, sem passar vel við stefnu Brighton sem félags. Að ráða Hürzeler var hugrökk ákvörðun hjá Brighton, en hún virðist þegar vera að borga sig. Hann nýtur trausts leikmanna og stjórnar og gæti orðið einn af fremstu stjórum Evrópu fyrr en varir.



Leikmannaglugginn: Það eru fá félög sem eru eins sniðug og Brighton á leikmannamarkaðnum. Eins og sagði hér áðan þá hefur félagið verið duglegt við það á síðustu árum að finna unga og spennandi leikmenn og selja þá með miklum gróða.

Komnir:
Charalampos Kostoulas frá Olympiakos - 29,8 milljónir punda
Maxim De Cuyper frá Club Brugge - 17,5 milljónir punda
Tom Watson frá Sunderland - 10 milljónir punda
Diego Coppola frá Hellas Verona - 9,7 milljónir punda
Olivier Boscagli frá PSV Eindhoven - Á frjálsri sölu
Jeremy Sarmiento frá Burnley - Var á láni

Farnir:
João Pedro til Chelsea - 60 milljónir punda
Simon Adingra til Sunderland - 21 milljón punda
Pervis Estupinan til AC Milan - 17,5 milljónir punda
Valentín Barco til Strasbourg - 10 milljónir punda
Odeluga Offiah til Preston - 1,5 milljónir punda
Eiran Cashin til Birmingham - Á láni
Kjell Scherpen til Union SG - Óuppgefið kaupverð
Evan Ferguson til Roma - Á láni
Ibrahim Osman til Auxerre - Á láni
James Beadle til Birmingham - Á láni

Líklegt byrjunarlið


Þrír lykilmenn:
Jan Paul van Hecke var kosinn leikmaður ársins hjá Brighton á síðasta tímabili og stærri félög hafa verið að sýna þessum fjölhæfa hollenska varnarmanni áhuga. Hann er 25 ára gamall og er leiðtogi innan hópsins, og er einn af fyrstu mönnum á blað. Hann var keyptur til Brighton á tvær milljónir evra en verður seldur á mun stærri upphæð, ef hann verður seldur einhvern tímann.

Carlos Baleba hefur verið orðaður við nokkur af stærstu félögum Evrópu í sumar og það skiljanlega. Hann kom inn í lið Brighton til að fylla skarð Moises Caicedo og hann hefur heldur betur gert það. Hann var stórkostlegur á síðasta tímabili og er orðinn algjör lykilmaður þrátt fyrir að vera bara 21 árs gamall. Hann er frábær í að brjóta upp sóknir, er snöggur og með góðar sendingar líka. Hefur allan pakkann til að verða einn besti miðjumaður Evrópu. Kaupin á honum eru frábært dæmi um það hversu öflugt njósnateymi Brighton er með.

Kaoru Mitoma átti sitt besta tímabil á síðustu leiktíð er hann skoraði tíu mörk í 36 leikjum í ensku úrvalsdeildinni. Hann er óútreiknanlegur og er lykilmaður í sóknarleik Brighton. Það er orðið frægt að hann skrifaði háskólaritgerð um það hvernig á að rekja boltann og það er nánast ómögulegt að stoppa hann þegar Japaninn kemst á ferðina. Afar mikilvægur í leikstíl Hurzeler sem er byggður á miklum hraða.

Fylgist með: Charalampos Kostoulas er aðeins 18 ára gamall sóknarmaður frá Grikklandi sem Brighton keypti frá Olympiakos í sumar fyrir um 30 milljónir punda sem gerir hann að þriðja dýrasta leikmanni í sögu Brighton á eftir Georginio Rutter og Yankuba Minteh. Hann er talinn eitt mesta efni í Evrópu og getur bæði spilað sem framherji og í sóknarsinnuðu miðjuhlutverki. Hann skoraði mörk í grísku úrvalsdeildinni og lék stórt hlutverk í sigri Olympiakos í unglingadeild UEFA. Kostoulas er fljótur, sterkur, snjall á boltanum og getur bæði skorað sjálfur og búið til fyrir aðra. Hann passar vel inn í sóknarleik Brighton og hefur þegar vakið mikla athygli hjá stuðningsmönnum. Þó hann sé ungur og nýkominn í enska boltann, þá gæti hann fengið tækifæri strax á tímabilinu – sérstaklega í bikarleikjum og sem varamaður í deildinni. Ef hann aðlagast hratt gæti hann orðið lykilmaður hjá Brighton innan skamms og stórstjarna í fótboltaheiminum. Hann þykir hafa burði til þess. Þá eru alltaf einhverjir áhugaverðir leikmenn sem koma upp hjá Brighton og nýjar stjörnur sem fæðast hjá félaginu á hverju einasta tímabili.



Besta og versta mögulega niðurstaða: Ef allt gengur vel hjá Brighton á tímabilinu þá gæti liðið blandað sér í baráttuna um Meistaradeildarsæti og það er stefnan hjá félaginu að blanda sér í þann pakka. Versta niðurstaðan er sú að liðið verði ekki í efri helmingnum, aðeins fyrir neðan miðju, sem væru klárlega mikil vonbrigði nema liðið taki bikar.

Þau sem spáðu: Anton Freyr Jónsson, Elíza Gígja Ómarsdóttir, Elvar Geir Magnússon, Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson, Haraldur Örn Haraldsson, Ívan Guðjón Baldursson, Kári Snorrason, Mate Dalmay, Snæbjört Pálsdóttir, Stefán Marteinn Ólafsson, Sverrir Örn Einarsson, Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke og Sölvi Haraldsson.

Liðin fengu eitt stig og upp í 20 eftir það hvar hver og einn spáði þeim. Liðið í síðasta sæti fékk eitt stig, liðið í 19. sæti tvö stig og koll af kolli. Stigin í spánni tengjast á engan hátt stigafjölda liðanna í deildinni.
.

Spáin:
1. ?
2. ?
3. ?
4. ?
5. ?
6. ?
7. ?
8. ?
9. Brighton, 144 stig
10. Nottingham Forest, 108 stig
11. Crystal Palace, 98 stig
12. Everton, 97 stig
13. Fulham, 93 stig
14. West Ham, 92 stig
15. Bournemouth, 85 stig
16. Brentford, 79 stig
17. Leeds, 53 stig
18. Wolves, 50 stig
19. Sunderland, 33 stig
20. Burnley, 22 stig
Athugasemdir
banner