Stuðningsmenn Villarreal safna undirskriftum til að mótmæla því að félagið sé að semja við Thomas Partey en nauðgunarákærur hvíla á herðum hans.
Hundruðir hafa skrifað undir mótmælalistann þar sem talað er um „dimmasta dag“ í sögu félagsins.
Kynferðisbrotin eiga að hafa átt sér stað árin 2021 og 2022, meðan hann var leikmaður Arsenal en hann yfirgaf félagið núna í sumar.
Hundruðir hafa skrifað undir mótmælalistann þar sem talað er um „dimmasta dag“ í sögu félagsins.
Kynferðisbrotin eiga að hafa átt sér stað árin 2021 og 2022, meðan hann var leikmaður Arsenal en hann yfirgaf félagið núna í sumar.
Partey mætti í dómssalinn í gær þar sem hann var formlega kærður fyrir fimm nauðganir en hann gengur engu að síður laus á skilorði.
Partey neitar sök og lögmaður hans, Jenny Wiltshire, segir skjólstæðing sinn fagna því að fá tækifæri til að „hreinsa nafn sitt“.
Villarreal hefur náð samkomulagi við Partey um eins árs samning með möguleika á ári til viðbótar. Íþróttafréttamaðurinn Rahul Lakhani segir að þetta hafi skapað sterk viðbrögð í samfélaginu og margir lýst yfir reiði sinni á samfélagsmiðlum.
Athugasemdir