Tilboðum í Maguire hafnað - Sesko velur Old Trafford - Villa búið að ná samkomulagi um Guessand
   mið 06. ágúst 2025 08:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Verðmiðinn truflar ekki Wirtz - „Vil bara spila fótbolta"
Mynd: EPA
Florian Wirtz spilaði sinn fyrsta leik á Anfield með Liverpool á mánudaginn í 3-2 sigri gegn Athletic Bilbao í æfingaleik.

Wirtz gekk til liðs við Liverpool frá Leverkusen í sumar fyrir 116 milljónir punda. Hann er því dýrasti leikmaður sem enskt félag hefur keypt en Enzo Fernandez var áður dýrastur þegar hann gekk til liðs við Chelsea frá Benfica fyrir 107 milljónir punda.

„Ég hugsa ekkert um verðmiðann. Ég vil bara spila fótbolta og hversu mikinn pening félögin borga hvort öðru skiptir ekki máli," sagði Wirtz.

„Stóra markmiðið er að vinna úrvalsdeildina aftur og það er það erfiðasta svo ég mun reyna að búa til færi og verjast vel. Ég get hlaupið mikið og með boltann get ég gert liðið betra og komið liðsfélögum mínum í betri stöður."

„Ég kom hingað því mér fannst ég passa vel í liðið og ég nýt þess að spila með þessum leikmönnum og að bæta mig. Ég er ánægður með það hvernig þetta gengur," sagði Wirtz að lokum.



Athugasemdir
banner