Andros Townsend, sem lék lengi í ensku úrvalsdeildinni, hefur skrifað undir samning við Kanchanaburi Power í Tælandi.
Þetta kemur til með að vera sextánda félagið sem hann spilar fyrir á ferli sínum.
Þetta kemur til með að vera sextánda félagið sem hann spilar fyrir á ferli sínum.
Nýja félagið hans komst upp í tælensku úrvalsdeildina á síðasta tímabili.
Félagið er staðsett í Mueang sem er um 150 kílómetrum frá höfuðborginni Bangkok.
Townsend, sem er 34 ára, hóf feril sinn með Tottenham en hann hefur á síðustu árum spilað með Newcastle, Crystal Palace, Everton, Luton og Antalyaspor í Tyrklandi.
Hann á að baki 13 A-landsleiki fyrir England og hefur hann skorað í þeim þrjú mörk.
Athugasemdir