Jónatan Ingi Jónsson ræddi við Fótbolta.net eftir jafntefli Vals gegn ÍA á Akranesi í kvöld.
Lestu um leikinn: ÍA 2 - 2 Valur
„Við byrjum mjög sterkt. Patrick á dauðafæri eftir einhverjar tvær til þrjár mínútur og eftir það gáfum við í. Við fengum fullt af færum og sénsum til að vera með enn stærra forskot í fyrri hálfleik. Erum samt með 2-0 sem verður að teljast gott," sagði Jónatan.
„Í seinni hálfleik erum við bara lélegir. Slakir, höldum illa í boltann, sköpum ekki eins mikið, erum eftir á í öllu. Þeir eru líka grimmir, koma sterkir inn í seinni hálfleik. Að því sögðu þá voru bæði mörkin skrípamörk. Ég get ekki einu sinni lýst seinna markinu. Við áttum að sigla þessu heim, við verðum að geta átt lélega hálfleika en samt klárað þetta."
Jónatan segir að Skagamenn séu alltaf erfiðir heim að sækja.
„Það er alltaf erfitt að koma upp á Skaga sama hvar þeir eru í deildinni. Þeir gætu verið í fyrsta sæti og það væri alveg eins og þegar þeir eru í neðsta sæti. Þeir eru erfiðir heim að sækja og þess vegna komum við vel gíraðir inn í þennan leik og svo héldum við greinilega að þetta væri komið þegar það var komið 2-0 en það er alls ekki svoleiðis þegar þú kemur hingað, við þurufm að læra af þessu. Að því sögðu þá erum við enn á toppnum og erum ekki að fara sleppa því."
Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum fyrir ofan.
Athugasemdir