Tvær færslur vegna bikarúrslitaleiksins
KSÍ hefur tilkynnt um breytingar á þremur leikjum í Bestu deild karla. Leik ÍA og Breiðabliks, sem átti að fara fram 24. ágúst, hefur verið seinkað um átján daga. Nýr leiktími er fimmtudagurinn 11. september og á leikurinn að hefjast klukkan 17:00 á ELKEM-vellinum.
Það er landsleikjahlé í byrjun september, tveimur dögum áður mætir íslenska landsliðið því franska á Parc des Princes í undankeppni HM.
Breiðablik mun spila Evrópuleik 21. ágúst og 28. ágúst, leikir sem verða annað hvort í umspili um sæti í deildarkeppni Evrópudeildarinnar eða Sambandsdeildarinnar. Það fer eftir því hvernig einvígið við Zrinjski Mostar fer, en það einvígi hefst á morgun. Sigri Breiðablik Mostar þá fer liðið í umspil í Evrópudeildarinnar, en tapist einvígið við Mostar þá fara Blikar í umspilið í Sambandsdeildinni.
Það er landsleikjahlé í byrjun september, tveimur dögum áður mætir íslenska landsliðið því franska á Parc des Princes í undankeppni HM.
Breiðablik mun spila Evrópuleik 21. ágúst og 28. ágúst, leikir sem verða annað hvort í umspili um sæti í deildarkeppni Evrópudeildarinnar eða Sambandsdeildarinnar. Það fer eftir því hvernig einvígið við Zrinjski Mostar fer, en það einvígi hefst á morgun. Sigri Breiðablik Mostar þá fer liðið í umspil í Evrópudeildarinnar, en tapist einvígið við Mostar þá fara Blikar í umspilið í Sambandsdeildinni.
Tveir leikir hafa þá verið færðir út af bikarúrslitaleik Vals og Vestra sem fram fer 22. ágúst.
Valur mun mæta Aftureldingu 26. ágúst í stað 25. ágúst. Leiktíminn verður 19:15 og leikurinn fer á N1 vellinum.
Vestri átti að spila 24. ágúst gegn Víkingi en þeim leik hefur verið seinkað um rúmlega tvo sólarhringa. Leikurinn hefst 18:00 þann 26. ágúst og verður spilað á Víkingsvelli.
Athugasemdir