Newcastle reynir við Guehi og Sesko - Sesko tilbúinn að fara til Newcastle - Liverpool skoðar Íra
   þri 05. ágúst 2025 09:20
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Natasha með slitið krossband
Kvenaboltinn
Natasha Anasi.
Natasha Anasi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðskonan Natasha Anasi er með slitið aftara krossband, PCL, og spilar ekki meira á tímabilinu. Hún spilar ekki fótbolta aftur fyrr en á næsta ári.

Þetta staðfesti Matthías Guðmundsson, þjálfari Vals, í samtali við Fótbolta.net í gær.

„Tash er alvarlega meidd og verður ekki meira með á þessu tímabili," sagði Matthías.

„Hún sleit aftara krossband."

Natasha fór með Íslandi á Evrópumótið í Sviss en meiddist í fyrsta leiknum eftir komuna heim til Íslands og nú er það ljóst að hún verður ekki meira með í sumar.

Valur tapaði 0-3 gegn Breiðabliki í Bestu deildinni í gær og er í fimmta sæti með 15 stig eftir tólf leiki.
Athugasemdir
banner
banner