Newcastle reynir við Guehi og Sesko - Sesko tilbúinn að fara til Newcastle - Liverpool skoðar Íra
   þri 05. ágúst 2025 10:00
Ívan Guðjón Baldursson
Amorim: Ég er mjög ánægður með hópinn
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Rúben Amorim svaraði spurningum eftir 2-2 jafntefli Manchester United við Everton um helgina.

Bruno Fernandes fyrirliði sagði eftir leikinn að liðið þyrfti að bæta sig til að vera samkeppnishæft á komandi leiktíð.

„Ég er ánægður að leikmönnum líður svona, það segir mér að þeir skilja ástandið og vilja gera betur. Liðið getur orðið mun betra með því að bæta leikmönnum við en við erum nú þegar með mjög sterkan leikmannahóp. Við getum bætt okkur sem lið án þess að fá nýja leikmenn inn, ég er mjög ánægður með hópinn," sagði Amorim eftir að hafa hlustað á svör Bruno skömmu fyrr.

„Við erum orðnir betri eftir þessar tvær fyrstu vikur af undirbúningstímabilinu. Æfingaferðin gekk fullkomlega fyrir sig og núna snúum við aftur til Carrington til að ljúka undirbúningi fyrir næstu leiktíð. Við vitum að það er margt við okkar leik sem við þurfum að bæta, það er margt sem við þurfum að vinna í."

Bryan Mbeumo spilaði sinn fyrsta leik fyrir liðið og var Amorim sáttur með hans framlag.

„Það sést að hann er ekki í fullkomnu standi líkamlega en hann gerði samt allt sem ég bjóst við. Hann tók mikið af hlaupum og strekkti úr vörn andstæðinganna. Hann þarf að læra betur inn á stöðuna sína og hlutverkið en hann gerði mjög vel í dag. Hann hreyfði sig vel, átti góðar snertingar á boltanum og skapaði mikið pláss."
Athugasemdir
banner