Fjölmiðlamaðurinn og fótboltahetjan Guðmundur Benediktsson er gestur útvarpsþáttarins Fótbolti.net á X977 í dag. Þátturinn er á hefðbundnum tíma, 12-14 eins og alla laugardaga.
Hitað verður upp fyrir landsleiki Íslands og minning Atla Eðvaldssonar heiðruð.
Hitað verður upp fyrir landsleiki Íslands og minning Atla Eðvaldssonar heiðruð.
Í þættinum kemur Kristinn Björgúlfsson frá Leikmannasamtökunum í heimsókn.
Þá verður Magnús Már Einarsson í beinni frá vítaspyrnukeppni á Eimskipsvellinum og Benedikt Bóas Hinriksson mun skella sér á Ölver að hita upp fyrir landsleikinn.
Tómas Þór er staddur í Great America og verður Benedikt með Elvari í þættinum í dag.
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net er á X-inu alla laugardaga kl. 12-14. Umsjónarmenn þáttarins eru Tómas Þór Þórðarson og Elvar Geir Magnússon. Hægt er að finna þá á X samfélagsmiðlinum undir @tomthordarson og @elvargeir.
Smelltu hér til að hlusta á upptökur úr eldri þáttum.
Þú getur hlustað á X-ið á netinu með því að smella hérna
Athugasemdir