Juve reynir við Kolo Muani og Zirkzee - Mateta orðaður við Spurs - Fundað um Maguire
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Þriðji hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Annar hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Fyrsti hluti
Fékk Skagaelítuna á bakið - „Eflaust brotið einhver hjörtu hefði ég ekki komið“
Tekur við eftir að leikmenn neituðu að spila fyrir félagið
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
   lau 07. september 2024 19:25
Stefán Marteinn Ólafsson
Axel Ingi: Hef séð þetta betra hjá okkur
Lengjudeildin
Axel Ingi Jóhannesson leikmaður Keflavíkur
Axel Ingi Jóhannesson leikmaður Keflavíkur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Keflavík heimsóttu nágranna sína í Njarðvík í dag þegar 21.umferð Lengjudeildarinnar hóf göngu sína. 

Bæjarhátíðin Ljósanótt er í fullu fjöri og því vel við hæfi að þessi lið myndu mætast um helgina.


Lestu um leikinn: Njarðvík 0 -  0 Keflavík

„Ekkert rosalega góð. Þetta var bara leiðinlegur leikur og sköpuðum lítið. Leiðinlegt að bjóða upp á 0-0 jafntefli á ljósanótt." Sagði Axel Ingi Jóhannesson leikmaður Keflavíkur eftir leik í dag.

„Við vorum ekki nógu clinical í dag allavega. Ég hef séð þetta betra hjá okkur. Það vantaði eitthvað." 

Keflavík voru í dauðafæri á að setja pressu á ÍBV í toppsæti deildarinnar en Keflavík hefðu með sigri í dag tillt sér á topp deildarinnar um stundarsakir hið minnsta. 

„Það er mjög svekkjandi en það er bara næsti leikur og sjáum bara hvernig hinir leikirnir fara. Annars er það bara umspil." 

Það voru ekkert endilega margir sem áttu von á því eftir fyrri umferðina í Lengjudeildinni að Keflavík yrðu í þeirri baráttu sem þeir finna sig í núna. 

„Við fórum að breyta jafnteflum í sigra. Það var vandamálið í fyrri helmingnum. Það voru alltaf jafntefli en svo náðum við að snúa því við og fórum á gott run." 

Nánar er rætt við Axel Inga Jóhannesson í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner