Keflavík heimsóttu nágranna sína í Njarðvík í dag þegar 21.umferð Lengjudeildarinnar hóf göngu sína.
Bæjarhátíðin Ljósanótt er í fullu fjöri og því vel við hæfi að þessi lið myndu mætast um helgina.
Lestu um leikinn: Njarðvík 0 - 0 Keflavík
„Ekkert rosalega góð. Þetta var bara leiðinlegur leikur og sköpuðum lítið. Leiðinlegt að bjóða upp á 0-0 jafntefli á ljósanótt." Sagði Axel Ingi Jóhannesson leikmaður Keflavíkur eftir leik í dag.
„Við vorum ekki nógu clinical í dag allavega. Ég hef séð þetta betra hjá okkur. Það vantaði eitthvað."
Keflavík voru í dauðafæri á að setja pressu á ÍBV í toppsæti deildarinnar en Keflavík hefðu með sigri í dag tillt sér á topp deildarinnar um stundarsakir hið minnsta.
„Það er mjög svekkjandi en það er bara næsti leikur og sjáum bara hvernig hinir leikirnir fara. Annars er það bara umspil."
Það voru ekkert endilega margir sem áttu von á því eftir fyrri umferðina í Lengjudeildinni að Keflavík yrðu í þeirri baráttu sem þeir finna sig í núna.
„Við fórum að breyta jafnteflum í sigra. Það var vandamálið í fyrri helmingnum. Það voru alltaf jafntefli en svo náðum við að snúa því við og fórum á gott run."
Nánar er rætt við Axel Inga Jóhannesson í spilaranum hér fyrir ofan.
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. ÍBV | 22 | 11 | 6 | 5 | 50 - 27 | +23 | 39 |
2. Keflavík | 22 | 10 | 8 | 4 | 37 - 24 | +13 | 38 |
3. Fjölnir | 22 | 10 | 7 | 5 | 34 - 28 | +6 | 37 |
4. Afturelding | 22 | 11 | 3 | 8 | 39 - 36 | +3 | 36 |
5. ÍR | 22 | 9 | 8 | 5 | 30 - 28 | +2 | 35 |
6. Njarðvík | 22 | 8 | 9 | 5 | 34 - 29 | +5 | 33 |
7. Þróttur R. | 22 | 8 | 6 | 8 | 37 - 31 | +6 | 30 |
8. Leiknir R. | 22 | 8 | 4 | 10 | 33 - 34 | -1 | 28 |
9. Grindavík | 22 | 6 | 8 | 8 | 40 - 46 | -6 | 26 |
10. Þór | 22 | 6 | 8 | 8 | 32 - 38 | -6 | 26 |
11. Grótta | 22 | 4 | 4 | 14 | 31 - 50 | -19 | 16 |
12. Dalvík/Reynir | 22 | 2 | 7 | 13 | 23 - 49 | -26 | 13 |