PSG leiðir kapphlaupið um Salah - Tuchel á blaði Man Utd - Newcastle líklegt til að reyna aftur við Guehi
   lau 07. september 2024 23:20
Sölvi Haraldsson
Geta ennþá fallið en var spáð góðum árangri - „Hópurinn hefur ekki staðist pressuna“
Lengjudeildin
Er Þór gervigraslið?
Er Þór gervigraslið?
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Ingimar Arnar hefur ekki skorað í Lengjudeildinni.
Ingimar Arnar hefur ekki skorað í Lengjudeildinni.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Sigurður Heiðar Höskuldsson, þjálfari Þórs.
Sigurður Heiðar Höskuldsson, þjálfari Þórs.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Það lið sem hefur valdið mestum vonbrigðum í sumar er án efa Þór Akureyri. Þeim var spáð mjög góðum árangri í deildinni og voru taldir líklegir að fara upp um deild. Í dag eru þeir í 10. sæti deildarinnar og aðeins fjórum stigum frá fallsæti þegar að tveir leikir eru eftir.

Það var rætt um gengi Þórs í sumar í Útvarpsþættinum Fótbolti.net í gær. Elvar Geir, Guðmundur Aðalsteinn og Sæbjörn Þór fóru yfir allt sviðið í Lengjudeildinni.


„Menn sem hafa aldrei sýnt neitt úti á Þórsvelli áður, voru talaðir upp.“

Sæbjörn Þór Steinke, fréttamaður á Fótbolti.net og Þórsari, talar um að menn hafi verið að tala liðið of mikið upp í vetur.

Fyrir mér er þetta algjört væntingastjórnunardæmi. Það er aldrei talað niður neitt, kannski á maður ekki að gera það. Það er auðvelt að horfa til baka og sjá lið sem vinnur flesta leiki á undirbúningstímabilinu, reyndar ekki gegn rosa góðum liðum, spila bara inni í Boganum þar sem fáir sjá leikina yfirhöfuð. Þeir eiga auðvitað góðan leik á móti Breiðabliki, sem margir sáu, en það er bara einn leikur þar sem mikið er undir.

Sæbjörn nefnir nokkra leikmenn sem hafa ollið honum vonbrigðum og útskýrir afhverju.

Menn sem hafa aldrei sýnt neitt úti á Þórsvelli áður, voru talaðir upp. Það hefur hefur enginn séð Ingimar Arnar skora í Lengjudeildinni, staðreyndin er að hann hefur aldrei skorað í deildinni. Það er rosalegt. Aron Ingi sem maður var spenntur fyrir hefur ekki náð takti. En hann lendir auðvitað í botnlangakasti í sumar sem heldur honum frá í tvo til þrjá leiki. Hann getur miklu betur og það var miklu betra það sem hann sýndi inni í Boga en úti á Þórsvelli.

Er Þór gervigraslið? - Ekki góður heimavallarárangur

Þórsarar voru með fjórða besta heimavallarárangurinn í fyrra, 21 stig í 11 leikjum fyrir norðan. Í ár eru þeir með næst versta heimavallarárangurinn, 11 stig í 10 leikjum til þessa en eina liðið með slakari árangur á heimavelli en þeir er botnliðið Dalvík/Reynir.

Sæbjörn spyr sjálfan sig hvort Þórsarar séu gervigraslið þar sem bestu leikir Þórs hafa komið á gervigrasi. Hann segir þó að það séu engar afsakanir í boði fyrir liðið þar sem þeir eru alltaf að spila á sama velli og andstæðingurinn.

Bestu leikir Þórs hafa verið á gervigrasi. Mjög góðir á móti Dalvík/Reyni úti. Síðan var besti leikurinn á móti Aftureldingu úti þar sem við vorum miklu betri. Síðan þá hefur ekkert gengið. Ekki neitt. Þá fer maður að hugsa hvort við séum bara gervigraslið og erum að spila á lélegum Þórsvelli - en bæði lið eru að spila á sama vellinum. Þór er ekki bara að spila á honum. Það virðist vera miklu erfiðara fyrir Þórsara að spila sinn leik og finna taktinn en það er fyrir andstæðingana.“

Að lokum segir Sæbjörn að það vanti alla stemningu í kringum liðið sem hefur verið til staðar undanfarin ár.

Það hefur vantað stemningu í kringum þetta og þetta hefur mjög fljótt fjarað út. Það vantar miðvörð og það eru allir mjög meðvitaðir um það. Þeir sem hafa spilað hafa ollið vonbrigðum. Þegar þú byrjar að halda hreinu, það gerir svolítið mikið fyrir þig. Aron Birkir á sitt versta tímabil á ferlinum eftir gott tímabil í fyrra. Það lítur út að hópurinn hafi ekki staðist pressuna. Þeir hafa orðið svolítið litlir í sér.

Sæbjörn bætti svo við að það séu allar líkur á því að Sigurður Heiðar Höskuldsson, þjálfari Þórs, verði áfram með liðið. Sæbjörn vill sjá Sigurð fá annað tímabil með liðinu. Allan þáttinn má finna í spilaranum hér að neðan.

Þór getur tryggt sætið sitt í Lengjudeildinni með sigri á morgun gegn Dalvík/Reyni. En ef þeim tekst ekki að vinna og Grótta vinnur ÍR í Breiðholtinu fara þeir í úrslitaleik við Gróttu á Seltjarnarnesinu í lokaumferðinni.


Útvarpsþátturinn - Gamla og nýja bandið búa til smelli
Lengjudeild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    ÍBV 22 11 6 5 50 - 27 +23 39
2.    Keflavík 22 10 8 4 37 - 24 +13 38
3.    Fjölnir 22 10 7 5 34 - 28 +6 37
4.    Afturelding 22 11 3 8 39 - 36 +3 36
5.    ÍR 22 9 8 5 30 - 28 +2 35
6.    Njarðvík 22 8 9 5 34 - 29 +5 33
7.    Þróttur R. 22 8 6 8 37 - 31 +6 30
8.    Leiknir R. 22 8 4 10 33 - 34 -1 28
9.    Grindavík 22 6 8 8 40 - 46 -6 26
10.    Þór 22 6 8 8 32 - 38 -6 26
11.    Grótta 22 4 4 14 31 - 50 -19 16
12.    Dalvík/Reynir 22 2 7 13 23 - 49 -26 13
Athugasemdir
banner
banner
banner