Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 07. nóvember 2019 09:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Emil: Tek því ekki sem sjálfsögðum hlut að vera heill
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Viðar Ari er liðsfélagi Emils hjá Sandefjord.
Viðar Ari er liðsfélagi Emils hjá Sandefjord.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Emil Pálsson er á mála hjá Sandefjord sem er öruggt með sæti í norsku Eliteserien á komandi leiktíð. Liðið mun enda í öðru sæti næstefstu deildar í Noregi.

Emil gekk í raðir félagsins frá FH fyrir síðasta tímabil. Hann hefur verið mikið meiddur á tíma sínum hjá félaginu en er allur að koma til og byrjaði sinn fyrsta leik í tæpt ár um liðna helgi.

Fótbolti.net heyrði í 26 ára gamla miðjumanninum í vikunni og fór yfir stöðu mála.

Fór fyrst út eftir tímabilið 2017
Emil var valinn besti leikmaður Pepsi-deildarinnar árið 2015 af leikmönnum deildarinnar. Emil var orðaður við tvö félög, sænska félagið Hammarby og portúgalska félagið Belenenses eftir þá leiktíð. Ekki varð svo úr að Emil yfirgaf FH á þeim tímapunkti. Fannst Emil hann þurfa að fara út þegar tilboð kom frá Noregi 2017?

„Mér fannst ég klárlega þurfa að fara út á þeim tímapunkti. Eftir mitt besta tímabil 2015 fékk ég tilboð að utan en það fór ekki í gegn. Síðan eftir tímabilið 2017 kom Sandefjord inn í myndina og ég var strax mjög spenntur fyrir því. Þá var ég búinn að spila sjö tímabil með FH og fannst vera kominn tími á breytingu."

„Ég er á sama tíma mjög þakklátur fyrir tíma minn í FH. Ég kynntist strákum sem urðu mínir nánustu vinir og eru enn, vann þrjá Íslandsmeistaratitla og spilaði slatta af Evrópuleikjum sem er reynsla sem nýtist manni út ferilinn."


Meiðist fyrir fyrsta leik á fyrra tímabilinu
Emil glímdi við meiðsli á hásin þegar kom að fyrsta leik á fyrra tímabili sínu með Sandefjord. Hann kom inn í liðið seinni hluta tímabilsins. Sandefjord féll um deild og var Emil beðinn um að gera í stuttu máli upp þá leiktíð og hvort það hefði alltaf verið stefnan að leika með liðinu í næstefstu deild.

„Á mínu fyrsta tímabili með Sandefjord meiðist ég viku fyrir fyrsta leik. Þá fæ ég bólgur í hásinina sem komu til vegna sterasprautu sem ég fékk í hælinn mánuði áður. Ég missi af fyrstu 6 vikunum af tímabilinu en kem svo inn í liðið og byrja flest alla leiki í seinni hlutanum."

„Við föllum því miður en ég var alltaf að fara að taka slaginn í 1. deildinni árið eftir til að hjálpa liðinu beint upp aftur."


Meiðist illa á æfingu hjá FH
Eftir tímabilið æfði Emil með FH til að halda sér við. Emil lenti í alvarlegum meiðslum. Emil var spurður hvernig málið hafði verið höndlað af Sandefjord.

„Næstum allt árið 2017 glímdi ég við vandamál í hæl. Ég er með svokallaðan Haglunds Heel þar sem hælbeinið stækkar og kúla myndast út frá hælnum sem getur þrýst á hásinina. Þetta er tiltölulega algengt vandamál hjá íþróttafólki en í mínu tilfelli fæ ég sterasprautu sem gerir allt mikið verra."

„Ég harka í gegnum tímabilið en í lok árs gefur hásinin sig við það að spyrna mér áfram í hlaup með engan nálægt mér. Það vildi til að þetta var á æfingu hjá FH en fyrst þetta gerðist svona voru allar líkur á því að hún væri alltaf að fara að gefa sig á endanum."

„Ég hafði fengið leyfi frá klúbbnum til að æfa með FH á meðan ég var heima svo það var ekki vandamál og þeir studdu mig í gegnum allt ferlið."


Endurhæfingingarferlið
Við tók langt endurhæfingarferli og Emil kom fyrst til baka átta mánuðum eftir fyrri aðgerðina sem hann þurfti að fara í. Hvernig var endurhæfingarferlið og hvað lærði Emil af því?

„Endurhæfingin var erfið en kenndi mér margt og þá aðallega að maður getur ekki tekið því sem sjálfsögðum hlut að vera heill."

„Hásinin var saumuð í lok desember og í febrúar fór ég í aðra aðgerð til að saga af hælbeininu. Ég var samtals 12 vikur í Walker (i. tæki sem aðstoðar við göngu) og missti gríðarlegan vöðvamassa í vinstri fætinum á þessum tíma."

„Eftir rúma átta mánuði spilaði ég fyrstu mínúturnar með varaliðinu og mánuði seinna kom ég inn á í fyrsta aðalliðsleiknum. Ég á Hauki Björnssyni lækni og Stefáni H. Stefánssyni sjúkraþjálfara mikið að þakka fyrir gríðarlega hjálp í gegnum þetta ferli ásamt teyminu sem er úti í Sandefjord."


Býr á sama stigagangi og Viðar Ari - Sérstakur dagur fyrir þá báða
Viðar Ari Jónsson gekk í raðir Sandefjord fyrir leiktíðina. Emil var spurður út í komu Íslendingsins og hvernig hann hefði komið inn í liðið.

„Viðar Ari er einn mesti toppmaður sem ég þekki og vorum við góðir vinir áður en hann kom til Sandefjord. Við búum á sama stigagangi og verjum miklum tíma saman."

„Hann hefur komið frábærlega inn í liðið á þessu tímabili og stimplaði sig inn sem einn af lykilmönnum liðsins og átti stóran þátt í að liðið fór upp."

„Svo vildi til að hann átti sitt fyrsta barn á næstum nákvæmlega sama klukkutíma og ég kom inná í fyrsta leiknum eftir meiðslin sem gerði þann dag mjög sérstakan."


Sjá einnig: Viðar Ari: Frábæru tímabili að ljúka

Spilað lítið og því væntingum stillt í hóf
Emil lék árið 2016 sinn fyrsta og eina landsleik til þessa. Íslenska karlalandsliðið hefur undanfarin ár verið með janúarverkefni þar sem leikmenn, úr deildum þar sem ekki er leikið í deildarkeppni á þeim tíma, geta tekið þátt. Emil var spurður út í hvort hann vonaðist eftir kallinu í janúar.

„Ég held mínum væntingum í hófi gagnvart landsliðinu þó það sé að sjálfsögðu alltaf markmiðið að komast þangað á ákveðnum tímapunkti."

„Þetta hefur verið erfitt ár þar sem ég hef spilað lítið en núna er ég kominn í gang og einbeiti mér að því að taka næsta ár með trompi."


Opinn fyrir því að vera áfram
Emil var að lokum spurður út í framhaldið eftir að tímabilinu lýkur en Sandefjord á einn leik eftir á tímabilinu. Samningur Emils rennur út um áramótin.

„Samningurinn minn rennur út um áramótin og það á eftir að koma í ljós hvort ég verði áfram eða ekki."

„Ég er opinn fyrir því að vera áfram þar sem mér líkar vel í Sandefjord og mér hefur gengið vel á vellinum,"
sagði Emil Pálsson að lokum.

Athugasemdir
banner
banner
banner