Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 08. febrúar 2023 19:10
Ívan Guðjón Baldursson
Byrjunarlið Man Utd og Leeds: Sabitzer og Garnacho byrja
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Mynd: Fulham

Það eru tveir leikir á dagskrá í enska boltanum í kvöld - einn í ensku úrvalsdeildinni og einn í bikarnum.


Manchester United tekur á móti Leeds í úrvalsdeildinni og getur jafnað nágranna sína í Manchester City á stigum með sigri.

Það vantar nokkra leikmenn í lið Rauðu djöflanna og gerir Erik ten Hag því þrjár breytingar frá sigrinum gegn Crystal Palace um helgina. Marcel Sabitzer fær sinn fyrsta byrjunarliðsleik, hann kemur inn í liðið fyrir Casemiro sem er í leikbanni.

Diogo Dalot er búinn að ná sér af meiðslum og kemur inn í byrjunarliðið fyrir Aaron Wan-Bissaka á meðan Alejandro Garnacho tekur sér stöðu úti á kantinum í stað Anthony Martial sem er meiddur.

Leeds United gerir tvær breytingar frá tapinu gegn Nottingham Forest sem leiddi til brottrekstrar Jesse Marsch. Bráðabirgðaþjálfararnir hafa ákveðið að setja Robin Koch og Weston McKennie inn í byrjunarliðið fyrir Liam Cooper og Marc Roca sem eru utan hóps í kvöld.

Man Utd: De Gea, Dalot, Varane, Martinez, Shaw; Fred, Sabitzer, Fernandes; Rashford, Weghorst, Garnacho.
Varamenn: Heaton, Malacia, Lindelof, Maguire, Pellistri, Iqbal, Mainoo, Sancho, Elanga.

Leeds: Meslier; Ayling, Koch, Wober, Struijk; Adams, McKennie; Sinisterra, Harrison, Gnonto; Bamford.
Varamenn: Robles, Firpo, Kristensen, Gyabi, Aaronson, Summerville, Greenwood, Rutter, Joseph.

Þá á Fulham útileik við Championship lið Sunderland í 32-liða úrslitum bikarsins, eftir að liðin gerðu jafntefli á Craven Cottage.

Fulham mætir til leiks með tilraunakennt lið þar sem nokkrir spennandi leikmenn fá tækifæri. Þar á meðal eru Layvin Kurzawa, Carlos Vinicius, Manor Solomon og 17 ára gamall Luke Harris.

Í byrjunarliði Sunderland má meðal annars finna Edouard Michut og Amad Diallo, sem eru á láni frá PSG og Man Utd.

Sunderland: Patterson, Hume, Ballard, Batth, Alese, Ba, Neil, Roberts, Michut, Clarke, Diallo

Fulham: Rodak, Tete, Adarabioyo, Duffy, Kurzawa, Harris, Palhinha, Wilson, Cairney, Solomon, Vinicius
Varamenn: Leno, Diop, Willian, James, Mitrovic, Pereira, Reed, Reid, Robinson


Athugasemdir
banner
banner