Búast við að De Bruyne skrifi undir - Chelsea vill kaupa Trafford - Thiago spilandi aðstoðarþjálfari Barca - PSG býður 100 milljónir fyrir...
   mið 08. febrúar 2023 20:55
Ívan Guðjón Baldursson
HM félagsliða: Real Madrid í úrslitaleikinn
Hinn brosmildi Vinicius Junior lyfti boltanum laglega yfir markvörð Al Ahly undir lok fyrri hálfleiks.
Hinn brosmildi Vinicius Junior lyfti boltanum laglega yfir markvörð Al Ahly undir lok fyrri hálfleiks.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Al Ahly 1 - 4 Real Madrid
0-1 Vinicius Junior ('42)
0-2 Federico Valverde ('46)
1-2 Ali Maaloul ('65, víti)
1-3 Rodrygo ('92)
1-4 Sergio Arribas ('98)


Real Madrid er komið í úrslitaleik HM félagsliða eftir sigur á Al Ahly í kvöld.

Egypska stórveldið sýndi fínar rispur en Evrópumeistararnir reyndust alltof stór biti.

Vinicius Junior skoraði undir lok fyrri hálfleiks og tvöfaldaði Federico Valverde forystuna í upphafi þess síðari.

Al Ahly minnkaði muninn á 65. mínútu þegar Ali Maaloul skoraði úr vítaspyrnu eftir klaufalegt brot Eduardo Camavinga.

Luka Modric klúðraði vítaspyrnu undir lok leiksins, nokkrum mínútum áður en Brasilímaðurinn Rodrygo Goes gerði út um viðureignina í uppbótartíma.

Hinn ungi Sergio Arribas kom inn af bekknum og gerði fjórða mark Real undir lok uppbótartímans.

Real Madrid mætir sádí-arabíska félaginu Al Hilal í úrslitaleik um helgina. Al Ahly spilar við Flamengo um þriðja sætið.


Athugasemdir
banner
banner