Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 08. febrúar 2023 22:52
Ívan Guðjón Baldursson
Sjáðu hrikalega lokasókn PSG og látbragð Neymar
Neymar er kominn með 17 mörk og 15 stoðsendingar í 25 leikjum á tímabilinu.
Neymar er kominn með 17 mörk og 15 stoðsendingar í 25 leikjum á tímabilinu.
Mynd: Getty Images

Paris Saint-Germain var slegið úr franska bikarnum í kvöld. Erkifjendurnir í Marseille höfðu þar betur og unnu 2-1 sigur þökk sé glæsilegu sigurmarki Ruslan Malinovskyi.


Kylian Mbappe er fjarri góðu gamni vegna meiðsla og því leiddu Lionel Messi og Neymar sóknarlínuna í hans fjarveru.

Þeir áttu gríðarlega erfitt uppdráttar og var Marseille sterkari aðilinn nánast allan leikinn, þar sem eina mark PSG kom með skalla eftir hornspyrnu.

Fyrri hálfleikurinn var opinn og skemmtilegur en sá síðari var lokaður og bragðdaufur. Marseille tókst að drepa leikinn niður en gestirnir frá París gerðu ekki mikið til að lífga upp í hlutunum.

Það sást gríðarlega vel á lokasekúndum leiksins þegar PSG átti hrikalega lélega lokasókn þar sem hæfileikaríkir leikmenn liðsins sentu boltann rólega sín á milli. Að lokum gaf Lionel Messi boltann fyrir markið en Pau Lopez átti ekki í erfiðleikum með að handsama hann.

Neymar átti hornspyrnuna sem PSG skoraði úr en hann vakti athygli á sér fyrir aðra hluti í leik kvöldsins. Brasilíumaðurinn er þekktur fyrir látbragð sitt innan vallar og var sagan ekki öðruvísi í kvöld, eins og er hægt að sjá hér.


Athugasemdir
banner
banner
banner