Risatilboði Chelsea hafnað - Tekur Nuno við West Ham? - Tveir á blaði United - Ungur miðvörður til Arsenal?
Magnús Már: Alls ekki leikur sem við eigum að tapa 3-1
Viktor Jóns um að tengja saman sigra: Búnir að bíða lengi eftir þessu
Damir: Við þurfum að taka gamla góða einn leik í einu núna
Láki: Heilt yfir bara jafn leikur ólíkra liða
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
   mið 08. júlí 2020 22:41
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Í hvert einasta skipti, og upptökurnar sýna það, þegar er útspark eða innkast þá er bara allt brjálað"
Lengjudeildin
Bjarni Jó sótti þrjá punkta á Þórsvell í kvöld.
Bjarni Jó sótti þrjá punkta á Þórsvell í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég gleðst yfir stigunum þremur en við erum í sárum eftir að fyrirliðinn okkar fór mjög illa í fyrri hálfleik. Mér fannst þetta ljótur leikur og það var fyrst og fremst dugnaður og kraftur okkar sem skóp þennan sigur. Við spiluðum nær allan seinni hálfleikinn manni færri, ég er hálf meyr eiginlega," sagði Bjarni Jóhannsson, þjálfari Vestra, eftir útisigur á Þór í kvöld.

Lestu um leikinn: Þór 0 -  1 Vestri

Elmar Atli Garðarsson meiddist um miðjan fyrri hálfleikinn og var leikurinn stopp í rúmar tuttugu mínútur þegar hugað var að því hvernig ætti að færa hann af vellinum en hann var ekki hreyfður fyrr en sjúkrafluttningarfólk mætti á völlinn. Hvað gerist?

„Hann [Jónas Björgvin, leikmaður Þórs] hleypur aftan í hann, svo verður hver að dæma fyrir sig hvort það hafi verið viljandi eða ekki. Við vitum að þetta er annað hvort öxlin eða viðbeinið."

Bjarni talar um ljótan leik. Var hann ósáttur við dómgæsluna?

„Ég upplifi þetta þannig að í hvert einasta skipti sem dómarinn blæs í flautuna er ráðist á hann með fullt af mannskap. Það er ótrúlegt að svona reyndur maður skuli ekki hafa betri tök á þessu. Þetta var ljótt allsstaðar og ég ætla ekki að draga okkur undan þessu. Auðvitað urðum við að svara fyrir okkur enÍ hvert einasta skipti, og upptökurnar sýna það, þegar er útspark eða innkast þá er bara allt brjálað. Þetta er handónýtt og þetta var hundleiðinlegt á köflum en ég er ánægður með stigin þrjú."

„Ég er ósáttur við það að dómarinn hefur ekki betri tök á þessu en raun bara vitni. Mér fannst hann missa tökin mjög fljótt."


Sigurinn er sá fyrsti hjá Vestra á þessari leiktíð, gott að fá þessi þrjú stig?

„Þetta er einn erfiðasti útivöllur sem til er og langt og erfitt ferðalag fyrir okkur. Að landa þessu á þennan hátt er bara afrek út af fyrir sig."

Bjarni var næst spurður út í rauða spjaldið sem Vladimir Tufegdzic fékk í upphafi seinni hálfleiks.

„Ég talaði við Túfa áðan og hann vill meina að hann hafi borið olnbogann fyrir sig til að meiðast ekki sjálfur. Ef satt reynist að línuvörðurinn hinu megin hafi dæmt þetta þá finnst mér það helvíti grimmt."

Það var hiti í leikmannagöngunum eftir leik og þurfti að stíga menn i sundur. Sá Bjarni hvað gerðist?

„Ég veit það ekki. Auðvitað er þetta sárt fyrir Þórsarana að tapa en ég veit ekkert hvað gekk á. Ég held þetta sé sjóðandi heitt ennþá," sagði Bjarni.

Hann var að lokum spurður út í stöðuna á leikmannahópnum og svaraði hann því í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner