Barcelona undirbýr tilboð í Lisandro Martinez - Curtis Jones orðaður við Inter - Camavinga orðaður við Arsenal og Liverpool
Markadrottningin komin heim: Voru möguleikar úti en Breiðablik besti kosturinn
Bragi Karl: Var ekki í hlutverkinu sem ég vildi vera í
Ingi Þór: Engir grínleikmenn að spila í minni stöðu hjá ÍA
„Fór í viðræður við fullt af klúbbum"
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Þriðji hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Annar hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Fyrsti hluti
Fékk Skagaelítuna á bakið - „Eflaust brotið einhver hjörtu hefði ég ekki komið“
Tekur við eftir að leikmenn neituðu að spila fyrir félagið
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
banner
   mið 08. júlí 2020 22:41
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Í hvert einasta skipti, og upptökurnar sýna það, þegar er útspark eða innkast þá er bara allt brjálað"
Lengjudeildin
Bjarni Jó sótti þrjá punkta á Þórsvell í kvöld.
Bjarni Jó sótti þrjá punkta á Þórsvell í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég gleðst yfir stigunum þremur en við erum í sárum eftir að fyrirliðinn okkar fór mjög illa í fyrri hálfleik. Mér fannst þetta ljótur leikur og það var fyrst og fremst dugnaður og kraftur okkar sem skóp þennan sigur. Við spiluðum nær allan seinni hálfleikinn manni færri, ég er hálf meyr eiginlega," sagði Bjarni Jóhannsson, þjálfari Vestra, eftir útisigur á Þór í kvöld.

Lestu um leikinn: Þór 0 -  1 Vestri

Elmar Atli Garðarsson meiddist um miðjan fyrri hálfleikinn og var leikurinn stopp í rúmar tuttugu mínútur þegar hugað var að því hvernig ætti að færa hann af vellinum en hann var ekki hreyfður fyrr en sjúkrafluttningarfólk mætti á völlinn. Hvað gerist?

„Hann [Jónas Björgvin, leikmaður Þórs] hleypur aftan í hann, svo verður hver að dæma fyrir sig hvort það hafi verið viljandi eða ekki. Við vitum að þetta er annað hvort öxlin eða viðbeinið."

Bjarni talar um ljótan leik. Var hann ósáttur við dómgæsluna?

„Ég upplifi þetta þannig að í hvert einasta skipti sem dómarinn blæs í flautuna er ráðist á hann með fullt af mannskap. Það er ótrúlegt að svona reyndur maður skuli ekki hafa betri tök á þessu. Þetta var ljótt allsstaðar og ég ætla ekki að draga okkur undan þessu. Auðvitað urðum við að svara fyrir okkur enÍ hvert einasta skipti, og upptökurnar sýna það, þegar er útspark eða innkast þá er bara allt brjálað. Þetta er handónýtt og þetta var hundleiðinlegt á köflum en ég er ánægður með stigin þrjú."

„Ég er ósáttur við það að dómarinn hefur ekki betri tök á þessu en raun bara vitni. Mér fannst hann missa tökin mjög fljótt."


Sigurinn er sá fyrsti hjá Vestra á þessari leiktíð, gott að fá þessi þrjú stig?

„Þetta er einn erfiðasti útivöllur sem til er og langt og erfitt ferðalag fyrir okkur. Að landa þessu á þennan hátt er bara afrek út af fyrir sig."

Bjarni var næst spurður út í rauða spjaldið sem Vladimir Tufegdzic fékk í upphafi seinni hálfleiks.

„Ég talaði við Túfa áðan og hann vill meina að hann hafi borið olnbogann fyrir sig til að meiðast ekki sjálfur. Ef satt reynist að línuvörðurinn hinu megin hafi dæmt þetta þá finnst mér það helvíti grimmt."

Það var hiti í leikmannagöngunum eftir leik og þurfti að stíga menn i sundur. Sá Bjarni hvað gerðist?

„Ég veit það ekki. Auðvitað er þetta sárt fyrir Þórsarana að tapa en ég veit ekkert hvað gekk á. Ég held þetta sé sjóðandi heitt ennþá," sagði Bjarni.

Hann var að lokum spurður út í stöðuna á leikmannahópnum og svaraði hann því í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner