Madueke og Gyökeres til Arsenal - Kudus til Tottenham - Chelsea þarf að selja
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
Svaf ekki mikið - „Þurfum að nota þetta sem spark í rassinn"
Sár, svekkt og leið - „Ég er ekki sú ferskasta núna"
„Þetta er ekki upplifun sem ég hef fengið áður"
Steini: Ég er með samning áfram
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
Óskar Hrafn: Ekkert grín að vera með þrjá fullvaxta karlmenn sem fá að faðma þig
   mið 08. júlí 2020 22:41
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Í hvert einasta skipti, og upptökurnar sýna það, þegar er útspark eða innkast þá er bara allt brjálað"
Lengjudeildin
Bjarni Jó sótti þrjá punkta á Þórsvell í kvöld.
Bjarni Jó sótti þrjá punkta á Þórsvell í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég gleðst yfir stigunum þremur en við erum í sárum eftir að fyrirliðinn okkar fór mjög illa í fyrri hálfleik. Mér fannst þetta ljótur leikur og það var fyrst og fremst dugnaður og kraftur okkar sem skóp þennan sigur. Við spiluðum nær allan seinni hálfleikinn manni færri, ég er hálf meyr eiginlega," sagði Bjarni Jóhannsson, þjálfari Vestra, eftir útisigur á Þór í kvöld.

Lestu um leikinn: Þór 0 -  1 Vestri

Elmar Atli Garðarsson meiddist um miðjan fyrri hálfleikinn og var leikurinn stopp í rúmar tuttugu mínútur þegar hugað var að því hvernig ætti að færa hann af vellinum en hann var ekki hreyfður fyrr en sjúkrafluttningarfólk mætti á völlinn. Hvað gerist?

„Hann [Jónas Björgvin, leikmaður Þórs] hleypur aftan í hann, svo verður hver að dæma fyrir sig hvort það hafi verið viljandi eða ekki. Við vitum að þetta er annað hvort öxlin eða viðbeinið."

Bjarni talar um ljótan leik. Var hann ósáttur við dómgæsluna?

„Ég upplifi þetta þannig að í hvert einasta skipti sem dómarinn blæs í flautuna er ráðist á hann með fullt af mannskap. Það er ótrúlegt að svona reyndur maður skuli ekki hafa betri tök á þessu. Þetta var ljótt allsstaðar og ég ætla ekki að draga okkur undan þessu. Auðvitað urðum við að svara fyrir okkur enÍ hvert einasta skipti, og upptökurnar sýna það, þegar er útspark eða innkast þá er bara allt brjálað. Þetta er handónýtt og þetta var hundleiðinlegt á köflum en ég er ánægður með stigin þrjú."

„Ég er ósáttur við það að dómarinn hefur ekki betri tök á þessu en raun bara vitni. Mér fannst hann missa tökin mjög fljótt."


Sigurinn er sá fyrsti hjá Vestra á þessari leiktíð, gott að fá þessi þrjú stig?

„Þetta er einn erfiðasti útivöllur sem til er og langt og erfitt ferðalag fyrir okkur. Að landa þessu á þennan hátt er bara afrek út af fyrir sig."

Bjarni var næst spurður út í rauða spjaldið sem Vladimir Tufegdzic fékk í upphafi seinni hálfleiks.

„Ég talaði við Túfa áðan og hann vill meina að hann hafi borið olnbogann fyrir sig til að meiðast ekki sjálfur. Ef satt reynist að línuvörðurinn hinu megin hafi dæmt þetta þá finnst mér það helvíti grimmt."

Það var hiti í leikmannagöngunum eftir leik og þurfti að stíga menn i sundur. Sá Bjarni hvað gerðist?

„Ég veit það ekki. Auðvitað er þetta sárt fyrir Þórsarana að tapa en ég veit ekkert hvað gekk á. Ég held þetta sé sjóðandi heitt ennþá," sagði Bjarni.

Hann var að lokum spurður út í stöðuna á leikmannahópnum og svaraði hann því í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir