Retegui orðaður við Man Utd - Spurs reyna að endurheimta Kane - City og Chelsea vilja Anderson
Jói Bjarna: Erum að smella í gang
Haukur Andri: Höfum verið óheppnir með úrslit
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
   mið 08. júlí 2020 22:41
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Í hvert einasta skipti, og upptökurnar sýna það, þegar er útspark eða innkast þá er bara allt brjálað"
Lengjudeildin
Bjarni Jó sótti þrjá punkta á Þórsvell í kvöld.
Bjarni Jó sótti þrjá punkta á Þórsvell í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég gleðst yfir stigunum þremur en við erum í sárum eftir að fyrirliðinn okkar fór mjög illa í fyrri hálfleik. Mér fannst þetta ljótur leikur og það var fyrst og fremst dugnaður og kraftur okkar sem skóp þennan sigur. Við spiluðum nær allan seinni hálfleikinn manni færri, ég er hálf meyr eiginlega," sagði Bjarni Jóhannsson, þjálfari Vestra, eftir útisigur á Þór í kvöld.

Lestu um leikinn: Þór 0 -  1 Vestri

Elmar Atli Garðarsson meiddist um miðjan fyrri hálfleikinn og var leikurinn stopp í rúmar tuttugu mínútur þegar hugað var að því hvernig ætti að færa hann af vellinum en hann var ekki hreyfður fyrr en sjúkrafluttningarfólk mætti á völlinn. Hvað gerist?

„Hann [Jónas Björgvin, leikmaður Þórs] hleypur aftan í hann, svo verður hver að dæma fyrir sig hvort það hafi verið viljandi eða ekki. Við vitum að þetta er annað hvort öxlin eða viðbeinið."

Bjarni talar um ljótan leik. Var hann ósáttur við dómgæsluna?

„Ég upplifi þetta þannig að í hvert einasta skipti sem dómarinn blæs í flautuna er ráðist á hann með fullt af mannskap. Það er ótrúlegt að svona reyndur maður skuli ekki hafa betri tök á þessu. Þetta var ljótt allsstaðar og ég ætla ekki að draga okkur undan þessu. Auðvitað urðum við að svara fyrir okkur enÍ hvert einasta skipti, og upptökurnar sýna það, þegar er útspark eða innkast þá er bara allt brjálað. Þetta er handónýtt og þetta var hundleiðinlegt á köflum en ég er ánægður með stigin þrjú."

„Ég er ósáttur við það að dómarinn hefur ekki betri tök á þessu en raun bara vitni. Mér fannst hann missa tökin mjög fljótt."


Sigurinn er sá fyrsti hjá Vestra á þessari leiktíð, gott að fá þessi þrjú stig?

„Þetta er einn erfiðasti útivöllur sem til er og langt og erfitt ferðalag fyrir okkur. Að landa þessu á þennan hátt er bara afrek út af fyrir sig."

Bjarni var næst spurður út í rauða spjaldið sem Vladimir Tufegdzic fékk í upphafi seinni hálfleiks.

„Ég talaði við Túfa áðan og hann vill meina að hann hafi borið olnbogann fyrir sig til að meiðast ekki sjálfur. Ef satt reynist að línuvörðurinn hinu megin hafi dæmt þetta þá finnst mér það helvíti grimmt."

Það var hiti í leikmannagöngunum eftir leik og þurfti að stíga menn i sundur. Sá Bjarni hvað gerðist?

„Ég veit það ekki. Auðvitað er þetta sárt fyrir Þórsarana að tapa en ég veit ekkert hvað gekk á. Ég held þetta sé sjóðandi heitt ennþá," sagði Bjarni.

Hann var að lokum spurður út í stöðuna á leikmannahópnum og svaraði hann því í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner