Mainoo, Konate og Mac Allister eftirsóttir - Tonali með heimþrá - Semenyo til Liverpool?
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
banner
   mið 08. júlí 2020 22:41
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Í hvert einasta skipti, og upptökurnar sýna það, þegar er útspark eða innkast þá er bara allt brjálað"
Lengjudeildin
Bjarni Jó sótti þrjá punkta á Þórsvell í kvöld.
Bjarni Jó sótti þrjá punkta á Þórsvell í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég gleðst yfir stigunum þremur en við erum í sárum eftir að fyrirliðinn okkar fór mjög illa í fyrri hálfleik. Mér fannst þetta ljótur leikur og það var fyrst og fremst dugnaður og kraftur okkar sem skóp þennan sigur. Við spiluðum nær allan seinni hálfleikinn manni færri, ég er hálf meyr eiginlega," sagði Bjarni Jóhannsson, þjálfari Vestra, eftir útisigur á Þór í kvöld.

Lestu um leikinn: Þór 0 -  1 Vestri

Elmar Atli Garðarsson meiddist um miðjan fyrri hálfleikinn og var leikurinn stopp í rúmar tuttugu mínútur þegar hugað var að því hvernig ætti að færa hann af vellinum en hann var ekki hreyfður fyrr en sjúkrafluttningarfólk mætti á völlinn. Hvað gerist?

„Hann [Jónas Björgvin, leikmaður Þórs] hleypur aftan í hann, svo verður hver að dæma fyrir sig hvort það hafi verið viljandi eða ekki. Við vitum að þetta er annað hvort öxlin eða viðbeinið."

Bjarni talar um ljótan leik. Var hann ósáttur við dómgæsluna?

„Ég upplifi þetta þannig að í hvert einasta skipti sem dómarinn blæs í flautuna er ráðist á hann með fullt af mannskap. Það er ótrúlegt að svona reyndur maður skuli ekki hafa betri tök á þessu. Þetta var ljótt allsstaðar og ég ætla ekki að draga okkur undan þessu. Auðvitað urðum við að svara fyrir okkur enÍ hvert einasta skipti, og upptökurnar sýna það, þegar er útspark eða innkast þá er bara allt brjálað. Þetta er handónýtt og þetta var hundleiðinlegt á köflum en ég er ánægður með stigin þrjú."

„Ég er ósáttur við það að dómarinn hefur ekki betri tök á þessu en raun bara vitni. Mér fannst hann missa tökin mjög fljótt."


Sigurinn er sá fyrsti hjá Vestra á þessari leiktíð, gott að fá þessi þrjú stig?

„Þetta er einn erfiðasti útivöllur sem til er og langt og erfitt ferðalag fyrir okkur. Að landa þessu á þennan hátt er bara afrek út af fyrir sig."

Bjarni var næst spurður út í rauða spjaldið sem Vladimir Tufegdzic fékk í upphafi seinni hálfleiks.

„Ég talaði við Túfa áðan og hann vill meina að hann hafi borið olnbogann fyrir sig til að meiðast ekki sjálfur. Ef satt reynist að línuvörðurinn hinu megin hafi dæmt þetta þá finnst mér það helvíti grimmt."

Það var hiti í leikmannagöngunum eftir leik og þurfti að stíga menn i sundur. Sá Bjarni hvað gerðist?

„Ég veit það ekki. Auðvitað er þetta sárt fyrir Þórsarana að tapa en ég veit ekkert hvað gekk á. Ég held þetta sé sjóðandi heitt ennþá," sagði Bjarni.

Hann var að lokum spurður út í stöðuna á leikmannahópnum og svaraði hann því í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner